Saturday, December 19, 2009
Rækjuréttur með harissa
Thursday, December 03, 2009
Tom Ka Gai kjúllapottréttur
Tom Ka Gai - kjúllapottréttur
(úr LagaLätt, sept 09)
600 g kjúklingakjöt (skiptir engu hvort það eru bringur eða læri) skorið í munnbitsstóra bita
1 sítrónugras, örfínsaxað
1 rautt chillí, fræhreinsað og fínsaxað
100 g sveppir, skornir í helminga
2 dl kókosmjólk
1,5 dl vatn + grænmetiskraftur
1 púrrlaukur, skorin í frekar stóra bita
150 g sykurbaunir (sockerärtor) helmingaðir
Kjúklingurinn steiktur á pönnu uppúr smá olíu. Sítrónugrasi, chillí og sveppum bætt við og leyft að steikjast aðeins með kjúllanum. Saltað og piprað. Bætið svo við kókosmjólkinni, vatni og krafti og leyfið að malla undir loki í 10 mín.
Púrrlauk og sykurbaunum er svo bætt við og leyft að malla áfram í 3-5 mín.
Borið fram með hrísgrjónum og kóríanderdressingunni.
Kóríanderdressing
1 krukka ferskur kóríander (eða 2-3 tsk af söxuðum kóríander úr dós)
1/2 dl léttmæjónes (ég var gráðug og notaði 1 dl)
1 lime, fínrifinn börkurinn utanaf og safinn innanúr (uppskriftin segir börkurinn af 2 lime og 1 msk safi en mér fannst þetta fullkomið með safa og berki úr 1)
salt og pipar.
Allt mixað með töfrasprota.
Thursday, November 26, 2009
Te-kaka með döðlum
Ég átti því miður ekki "rétta" te-ið sem talið var upp í uppskriftinni en notaði í staðinn Indian Chai te. Held það sé engu verra.
Tekaka með döðlum
(úr LagaLätt des, 2007)
1 appelsína
1 sítróna
150 g döðlur sem búið er að taka kjarnann úr
1 dl sterkt Lapsang souchong te eða Earl grey
150 g smjör
1,5 dl hrásykur
2 egg
3 dl hveiti
1 tsk bakpulver/lyftiduft
Ofninn hitaður að 175 gráðum og aflangt bökunarform klætt með bökunarpappír.
Skola vel og skrúbba af ávöxtunum og börkurinn fínrifinn af.
Hita tebolla, vel sterkan (pokinn hafður ofaní nokkrar aukamínútur) og hella 1 dl af bollanum yfir döðlurnar í skál. Leyft að kólna aðeins.
Smjörinu og sykrinum blandað vel saman. Eggjunum bætt við einu og einu í senn. Döðluteblöndunni bætt útí ásamt berkinum af ávöxtunum. Bæta svo við hveiti og bakpulver/lyftidufti og blanda varlega saman þartil orðið að jöfnu deigi.
Hellt í bökunarformið og bakað neðarlega í ofninum í 45-50 mín.
Monday, November 23, 2009
Semifreddo - næstum því ís
Ég hef gert þetta tvisvar. Fyrsta skiptið dreifði ég ofaná ristuðum pistasíuhnetum og dökku súkkulaði. Í gær vorum við í aðeins meira vetrar-jólaskapi svo fyrir valinu varð Marabou-súkkulaðið "vinter" og smá skær rauður granateplasafi.
Semifreddo - grunnur
2,5 dl mellangrädde (26% feitur rjómi)
1 msk vanillusykur
4 eggjarauður
0,5 dl sykur
4 eggjahvítur
0,5 dl sykur
2 dl tyrknesk/grísk hrein jógúrt 10% feit
Rjóminn þeyttur ásamt vanillusykrinum. Eggjarauðurnar þeyttar ásamt sykri þartil orðnar örlítið þykkar. Eggjahvíturnar þeyttar þartil farnar að verða stífar, sykrinum svo bætt við smám saman og haldið áfram að þeyta þartil orðnar alveg stífþeyttar.
Rjómanum, rauðusykrinum og jógúrtinni blandað varlega saman og að lokum er hvítunum snúið niður með mestu varúð.
Sett í grunnt form og fryst í 2-3 klst lágmark. Ef lengur má taka fram úr frysti 10 mín áður en á að bera fram og geymt í kæli svo það verði aftur "hálf-frosið".
Skreytt og bragðbætt að vild !
Saturday, November 21, 2009
Döðlulambapottréttur að hætti Nigellu
Því miður vorum við svo gráðug, ég, eiginmaðurinn og matargestirnir, að við höfðum ekki rænu á okkur að taka mynd áður en byrjað var að borða en ég get lofað því að þetta var alveg óheyrilega gott og ekki síður fallegt á að líta.
Döðlulambapottréttur að hætti Nigellu
1 kg lambakjöt af læri, skorið í bita
4 msk olía
2 laukar, saxaðir
1 tsk kanel
1 tsk engifer
1 tsk turmerick/gurkmeja
1 tsk "allspice" (pipartegund sem kallast víst allrahanda á okkar ástkæra ylhýra)
1 tsk cumin
Olían hituð í víðum potti eða á pönnu. Ég nota Le Creuset pottinn minn því svo set ég allt inní ofninn í lokin. Laukurinn mýktur við meðalháan hita í nokkrar mínútur og öllum kryddunum bætt við. Hrært vandlega og látið blandast vel saman við laukinn.
Kjötbitarnir látnir útí og brúnaðir á öllum hliðum. Þetta má gera í 2 atrennum ef kjötið er mikið og/eða potturinn eða pannan af minni gerðinni.
250 g þurrkaðar döðlur (steinninn fjarlægður úr)
2,5 dl granateplasafi (pomegrant juice)
2,5 dl vatn
Þegar allt kjötið er orðið hliðarsteikt (ekki steikja í gegn, bara rétt að fá lit á bitana) er döðlunum bætt við og safanum ásamt vatninu. Saltað. Ég saxaði ekki döðlurnar neitt heldur tók bara steininn úr og leyfði þeim að vera í sínu náttúrulega ástandi ;)
Svo má annaðhvort lækka hitann niður í algjört lágmark eða skella pottinum/pönnunni ef hún er ofnheld inní 150 gráðu heitan ofn og látið malla í minnst 2 klst.
Þennan pottrétt má gera allt að 2 dögum áður og hita svo bara upp rétt áður en á að njóta. Þá þarf jafnvel að bæta smá vatni saman við til að fá sósuna í gang aftur.
Borið fram með bulgur (eða couscous), hoummus og rauðlauks-granatepla"salati".
Granateplasalat
1 rauðlaukur, afhýddur, helmingaður og skorin í örþunna hálfmána
60 ml limesafi
60 ml granateplasafi (annaðhvort það sem kemur af ávextinum sjálfum eða granateplasafi úr fernu)
40 g granateplafræ
ferskur kóríander
Byrjar á að leggja skorinn rauðlaukinn í bleyti í lime- og granateplasafanum. Látið liggja í hálftíma. Laukurinn svo tekin uppúr bleytinu, lagður í skál og granateplafræjunum og kóríandernu stráð yfir.
Bulgur að hætti Yalla
Venjulega sýð ég bara bulgur allsbert eða mögulega með smá kjúklinga eða grænmetiskrafti ef ég vil hafa það bragðmeira.
Prófaði núna að blanda smá kryddblöndu að hætti Nigellu og leiðbeiningunum á pakkningunni (keypti útí tyrkjabúðinni í hverfinu mínu) og það varð sko töluvert betra fyrir vikið.
Byrjaði á því að bræða smá smjör í potti og vellta bulgurnum uppúr því, svipað og maður gerir við risottohrísgrjón. Svo bætti ég við eftirtöldu kryddi, 1/2 tsk af hvoru; kanil, papríka, cumin, kóríander ásamt 2 tsk af salti. Bætti svo við vatni í réttu magni og sauð við lágan hita þartil vatnið var allt gufað upp.
Sunday, November 15, 2009
Mandarínukaka með kókoskremi
Tuesday, October 27, 2009
GI - sítrónulax með baunasalati
Sítrónulax
4 jafn stórir bitar af laxaflaki (1 bita á mann)
1 dl sýrður rjómi (15% er í góðu lagi)
1 dl hafrarjómi (eða matreiðslurjómi en þá er það ekki lengur GI... )
fínrifinn börkur af 1 sítrónu
safi af 1 sítrónu
8 salvíublöð (fersk) fínt hökkuð
1 tsk dijon sinnep
salt og pipar að smekk
Öllu blandað saman og hellt yfir fiskinn sem lagður hefur verið í fat. Inní 225 gráðu heitan ofn í cirka 15 mín.
Baunasalat
1 dós stórar hvítar baunir
1 dós svartar baunir
2-3 gulrætur, skornar í mjóar ræmur (ég nota flysjara og sker svo aftur svo ég fái örmjóa stilka)
3 msk olía
1 msk rauðvínsedik
salt og pipar að smekk
Öllu blandað saman.
Saturday, October 03, 2009
GI-Entrecote-steik með greip og avókadósalati
Sunday, September 27, 2009
Birkirúnstykki
Brauðbakstur er sko nýja trendið hjá mér þessa dagana. Er búin að birgja mig upp af bæði fersku geri og þurrgeri til að geta seðjað hef-þörfina mína. Fyndið að segja frá því en ég er búin að finna alveg æðislegan hef-stað í eldhúsinu mínu. Í þeim íbúðum sem ég hef átt heima í hefur þessi staður oft verið í baðherberginu ef þar er gólfhiti eða uppvið stofuofn. Ágætt að hafa smá svona hlýju í gangi. Hér er hinsvegar engin gólfhiti og ofnarnir ekki í gangi á sumrin svo það er vandfundin hlýr hefunarstaður. Þartil mér datt í hug að prófa eldhússkápinn fyrir ofan frystirinn ! Augljóslega gefur frystirinn frá sér svona fína hlýju því þarna uppi hefast mjög vel. Og hrærivélaskálin kemst alveg akkúrat fyrir þarna.... fullkomið alveg.
Í dag eru semsagt birkirúnstykki á dagskrá. Fann uppskrift sem mér leist vel á en fannst bara magnið vera dáldið vel mikið svo ég helmingaði það. Notaðist við þetta:
25 g ger (hálfur pakki af fersku sænsku)
25 g smjör
3,5 dl vatn
1/2 egg (sló eggið með gaffli í skál og cirkaði svo bara á helmingin... hinn helmingurinn geymdur til að pensla rúnstykkin með áður en þau fara inní ofn)
1/2 tsk salt
1/2 tsk sykur
500 g hveiti
Gerið mulið oní skál, smjörið brætt í potti og vatninu blandað saman við, velgt þartil fingurhita er náð (37 gráður, mér finnst ágætt að nota hitamæli.. kjöthitamælir virkar líka á vökva ;)). Hellt yfir gerið svo það leysist upp í vökvanum.
Hnoðað í vél ásamt hveitinu og sykrinum. Hálfa egginu bætt við og unnið aðeins áfram og að lokum saltinu. Það eru víst einhver bakaravísindi sem segja að saltið eigi að fara síðast í þegar deigið er búið að vinnast aðeins saman.
Hnoðað hressilega í 10 mín, 15 mín ef maður er að handhnoða.
Deigið er núna dáldið klístrað og blautt en það er í góðu lagi. Á ekkert að "sleppa skálinni". Setti plastfilmu yfir skálina og tvöfalt viskustykki. Látið hefast á hlýjum og góðum stað í 30-45 mín eða þartil uppblásið og tvöfalt í stærð.
Handhnoðað á vel hveitistráðu borði en þó ekki svo mikið að það tapi léttleikanum. Maður á bara rétt að kasta það milli handa sér svo maður geti handleikið það. Skipt í þrennt og hverjum bita aftur í 5 bita. Bollur rúllaðar með léttum handahreyfingum (gott að hafa mikið hveiti á höndunum) og settar á bökunarplötu. Látið hefast aftur í 20-30 mín.
Penslað með eggi og birkifræjum (vallmofrö) stráð yfir.
Bakað í 225 gráðu heitum ofni í 15 mín.
Sunday, September 20, 2009
Apríkósubrauð með furuhnetum
Ég lagði í þetta brauð rétt eftir hádegi og leyfði því að hefast alveg til kl 4. Kannski þess vegna sem það hafi lyft sér svona vel ? ;) Var svo borðað með rauðbeðusúpu kvöldsins.
Apríkósubrauð með furuhnetum
1 dl þurrkaðar apríkósur, lagðar í bleyti í þónokkra stund... gjarna nokkra klukkutíma en mér lá á svo ég lét hálftíma nægja
1/4 pakki ger (1 heill pakki hvort sem er þurrger eða ferskt er oftast 50 g)
3,25 dl volgt vatn
2 tsk salt
8 dl hveiti + 1/2 dl eða meir til að hnoða úr
1 dl furuhnetur
Gerið leyst upp í volgu (37 gráður) vatninu og salti og hveiti bætt við. Hnoðað 10 mín í hrærivél eða 15 mín í höndunum. Apríkósurnar teknar uppúr vatninu og saxaðar gróft. Þeim ásamt furuhnetunum þarf síðan að handhnoða í deigið, nota afganginn af hveitinu til þess að fá deigið lipurt í höndunum á manni. Má samt alveg vera dálítið blautt þegar það fer í skálina aftur svo ekki ofhnoða neitt.
Látið lyfta sér í minnst 1 klst eða þartil tvöfaldast í stærð.
Tekið uppúr skálinni og formaður 1 vænn hleifur, takið skæri og klippið rifur í hleifinn hér og þar ("kottar" kallast það á sænsku). Látið lyfta sér aftur í hálftíma.
Ofninn hitaður í 250 gráður. Brauðið sett inn í og smá vatni skvett eða spreyað inní ofninn rétt áður en hurðinni er lokað. Lækkað niður í 200 og bakað í 30-35 mín eða þartil brauðið er orðið gyllt á litinn og fullbakað (holt hljóð heyrist þegar það er bankað í það).
Að sjálfsögðu er þetta brauð alveg ótemjandi gott með smá smjöri oná ;)
Sunday, August 30, 2009
Gulrótarbuff með apríkósum
Í kvöld gerði ég gulrótarbuff eftir uppskrift sem ég hafði skrifað hjá mér uppúr einhverju blaði... Gestgjafanum ef mig misminnir ekki. Breyti innihaldslýsingunni örlítið til að barnvæna buffin en mér fannst það alls ekki koma að sök. Fann svo extra mikla gleði í því að geta fengið að nota eldhúsgræju sem ég fæ sjaldan tækifæri (eða man eftir) að nota; gufusoðsgrind. Algjör snilld að gufusjóða gulræturnar sem fara í buffin því þá eru þau passlega "þurr" að suðu lokinni og buffin urðu stinn og fín (sjá mynd). Dáldið mikið sem þurfti að saxa fínt og þá misnotaði ég töfrasprotan bara (litlu skálina). Frekar þæginlegt og sparaði mér saxeríið ;)
Gulrótarbuff með apríkósum
gera 8 buff
8-10 gulrætur, skornar í tvennt og soðnar (gjarnan gufu) þartil mjúkar
2 brauðsneiðar, skorpan skorin af og blitzað í matvinnsluvél svo verði að brauðmylsnu
1 ferskt chillí, fræhreinsað og saxað fínt (ég sleppti þessu)
6-8 þurrkaðar apríkósur, saxaðar fínt
4 vorlaukar, saxaðir fínt
2 hvítlauksgeirar, saxaðir fínt
3 msk furuhnetur
1 egg
3 msk söxuð steinselja (sleppti líka)
Gulræturnar maukaðar og kældar örlítið, öllu svo blandað saman og búin til 8 buff. Þeim vellt uppúr hveiti og steikt á pönnu uppúr olíu, 5 mín á hvorri hlið.
Bar fram með jógúrtsósu;
2,5 dl þykk jógúrt, safi úr 1/2 sítrónu, 1 tsk hunang og 2-3 msk söxuð mynta eða kóríander.
og baunasalati;
1 stór dós Cannelinibaunir, 1 lítil dós nýrnabaunir, 1 avókadó (skorið í bita), 1 appelsína (skorin í bita) og smá safi af henni, 1-2 msk olía, 1-2 msk hvítvínsedik, salt og pipar.
og hráhrísgrjónum....
Monday, August 24, 2009
Sítrónupasta með avocado og hrognum
Gerði lauflétta sítrónupastasósu sem var borin fram með steinbítshrognum og avocado. Næstum svo auðvelt að það er skömm að því að kalla þetta uppskrift en ég kalla þetta þá bara leiðbeiningar og hér má lesa þær:
Sítrónupasta
(úr LagaLätt)
2 dl 15% sýrður rjómi
fínrifinn börkur af 1 sítrónu og tæplega matskeið af sítrónusafa (meira ef vill, ágætt að smakka til aðeins)
1 teningur af fiskikrafti eða slurkur af fljótandi krafti því samsvarandi (1 msk?)
Allt hitað varlega í potti og smakkað til með salti og pipar.
Tagliatelle pasta soðið skv. leiðbeiningum og sósunni blandað saman við.
Lagt uppá diska og fínskornum rauðlauk, avocadobitar, ferskmalaður pipar og slettu (rúma teskeið) af ferskum rauðum steinbítshrognum (stenbitsrom) smellt ofaná sem endaslettu á listaverki.
Wednesday, August 19, 2009
Baka með rabbabara, beikoni og brie
Í morgun bakaði ég því böku sem svo var borðuð með góðu salati í kvöld. Óhemjugott ! Á örugglega eftir að gera þessa í næsta saumó í staðinn fyrir heitan brauðrétt...
Baka með rabbabara, beikoni og brie
(úr Gestgjafanum)
Botninn:
125 g smjör
3,5 dl hveiti
2 msk kalt vatn
Öllu hnoðað saman (notaði matvinnsluvél) og þrýst út í smelluform eða eldfast mót. Pikka í botninn með gaffli og geyma í kæli í 30 mín. Forbakað svo í 15 mín við 200 gráður.
Fyllingin:
200 g beikon, steikt þartil stökkt og skorið í litla bita
1 stór laukur, skorin í þunnar sneiðar og steikt örlitla stund á sömu pönnu og beikonið (tekur bragð úr beikoninu... nammmm)
1 dós sýrður rjómi (notaði 35%)
3 egg
salt og pipar
150-200 g rabbabari, skorin í litla bita
1 brie ostur (150-200 g)
ferskt timjan
Beikoninu og lauknum raðað fyrst oní forbakaðan botninn. Sýrða rjómanum og eggjunum hrært saman og saltað og piprað. Þessu hellt ofan á beikonið og laukinn. Rabbabaranum svo dreift ofaná og brie osturinn skorinn í þunnar sneiðar og lagðar yfir herlegheitin. Fersku timjani dreift yfir og bakað svo við 200 gráður í 25-30 mín.
Wednesday, August 12, 2009
Kräftpastasósa
En fyrir ykkur lesendur sem búið í Svíþjóð ætti að vera lítið mál að snara þessu saman :)
Kräftpastasósa
úr einhverju gömlu SvD blaði...
200 g kräftstjärtar (ég nota reyndar 300 g því ég vil hafa vel af því í skammtinum mínum)
100 g ferskar sykurbaunir - sockerärtor
2 skallottlaukar
1 msk smjör
2 dl sýrður rjómi
1/2 msk (eða meir, fer eftir smekk) fljótandi humarkraftur
1,5 dl rifinn västerbottenostur (fæst tilbúin rifinn í poka og ég nota allan pokann... 3 dl ?)
1 msk dill, hakkað
salt og pipar eftir smekk
Laukurinn hakkaður smátt og smjörið brætt í pott. Laukurinn léttsteiktur uppúr smjörinu þartil glær. Sykurbaunirnar skornar í tvennt á ská og skellt útí pottinn. Steikt nokkrar mínútur til viðbótar. Svo er sýrða rjómanum og humarkraftinum bætt útí og þynnt með smá vatni... fer eftir hvað maður vill þunna sósu.. kannski 0,5-1 dl ?
Osturinn settur útí og hitað í gegn þartil hann bráðnar og samlagast sósunni.
Kräftunum skellt útí rétt áður en bera á fram og smakkað til með dilli, salti og pipar.
Mumsfílíbaba !
Thursday, July 30, 2009
Jógúrtmaríneringar x 3
Svo hér eru þrjár í uppáhaldi, aðferðafræðin er sú sama... öllu innihaldi blandað saman í poka, kjúklingurinn (annaðhvort heill, niðurbútaður eða bringur) látið ofaní og látið standa helst í kæli yfir nótt en í neyð má láta 30 min-2 klst við stofuhita nægja :
Nigellujógúrtmarínering (einnig þekkt sem Bromstensmaríneringin)
500 ml jógúrt
60 ml olía
2 heil hvítlauksrif, léttilega marin (ekki kreist, kramin eða skorin)
1 msk heil piparkorn, marin (eða aðeins minna úr kvörninni)
1 msk salt
1 tsk cummin
1 msk síróp (maple eða ahorn helst... ekki pönnukökusíróp)
Salvíumarínering
úr LagaLätt
500 ml jógúrt eða léttjógúrt
4 hvítlauksrif, kramin
15 fersk salvíublöð, saxað
1,5 tsk salt
smá pipar úr kvörn
2 msk olía
Beggumarínering
500 ml Kókosjógúrt (fæst frá Milko í Willys)
2 hvítlauksrif, kramin
salt og pipar
2 tsk Vindaloo kryddblanda (mín er frá Pottagöldrum).... ef bara fullorðnir eru að fara að borða má auka magnið allverulega
2 tsk sojasósa
Wednesday, July 22, 2009
Einfalt sumarpasta
Þó við færum mikið út að borða fannst mér næstum því alveg jafn gaman að fá að versla einhvað í matinn og elda í íbúðinni sem við vorum með í láni (frá elsku hjartans Brynju). Sá réttur sem helst stendur uppúr frá þessari ferð er einfaldasti og bestasti sumarforréttur í heimi... niðurskorin Buffalo-Mozzarella með tómötum, basilíku og olíu.
Í kvöld gerði ég pastarétt sem minnti óneitanlega á Brusseluppáhaldið okkar. 10 mín max að búa til, ágætt í sumarletihitanum ;)
Mozzarellapasta
Magnið er ca fyrir 3...
Sjóða slatta af pasta
2 hvítlauksrif, skorin í þunnar sneiðar
1 lítil askja af kokteiltómötum, skornir í tvennt
safinn úr 1/2 sítrónu
væn handfylli af ferskri basillíku
2 kúlur af mozzarellaosti
væææn handfylli af nýrifnum parmesanosti
slatti af furuhnetum
Mýkti hvítlaukinn aðeins uppúr olíu í djúpum potti. Skellti útí tómötunum og leyfði þeim aðeins að hitna, sítrónusafi útí og svo pastað. Svo barasta skellti ég útí restinni; reif aðeins niður basilíkublöðin, reif líka niður mozzarellakúlurnar í smá klípur, parmesanosturinn og furuhneturnar. Hrærasmá og leyfa aðeins að hitna í gegn.
Pipar og salt.
Easy.
Wednesday, July 08, 2009
Kjúklingasalat
Og þá vill nú verða að maður eigi smá afgang af kjúklingakjötinu. Upplagt að búa til smá salat til að hafa oná brauð, tilvalið í pikknikk og alveg hrikalega gott.
Svíarnir kalla by the way svona salat "röra" eða hræru. Svona til þess að aðgreina frá grænu salati. Hvað ætli Íslenska samheitið á því yrði ? Kjúklingahræra hljómar dáldið furðulega....
Tek fram að þegar ég geri salatið fer ég ákaflega frjálslega með innihaldsmagnið en hérna er upprunalega uppskriftin einsog hún stendur handskrifuð í bókinni minni góðu ;
Kjúklingasalat
120 g kjúklingakjöt, skorið í bita
1/3 bolli bitaskorin paprika, gul eða rauð
2 msk ristaðar furuhnetur
1/4 bolli hrein jógúrt
3 msk létt mæjónes
1 tsk sítrónusafi
1 tsk ferskt basilíkum, saxað (ég nota "ferskt" úr frysti)
1/2 tsk aromat
Monday, June 01, 2009
Bakaður fiskur með kotasælu
Bakaður fiskur með kotasælu og sýrðum rjóma
(upprunalega uppskriftin hér)
600 g ýsuflök, skorin í bita
100 g blaðlaukur, smátt saxaður
1 rauð papríka, söxuð
200 g rækjur
180 g sýrður rjómi
200 g keso með papríku
2 dl söxuð basilíka (má sleppa finnst mér ef sænska kesóið er notað því í því er mikið af kryddjurtum)
100 g gratínostur
Fiskurinn settur í eldfast mót ásamt grænmetinu og rækjunum. Kesóið og sýrði rjóminn hrært saman ásamt basilíkunni ef hún er notuð. Hellt yfir fiskinn og osti stráð yfir. Baka við 180 í 20 - 30 mín eða þartil fiskurinn er orðin hvítur og gegnumsoðin.
Thursday, May 28, 2009
Nektarínusalat með rækjum
Ég get verið alveg óhugnalega hugmyndasnauð þegar kemur að því að gera salat en sem betur fer er uppáhalds blaðið mitt LagaLätt oft með góðar hugmyndir. Eins og til dæmis þetta salat sem var svo ferskt og fínt með nektarínum, hvítlauks og chillí steiktum rækjum og fetaosti.
Innihaldslýsing fylgir hér:
- Nektarínur skornar í báta
- blandað salat skolað og sett í skálina ásamt
- rauðlauk
- létt soðnum sykurbaunum (sockerärtor/sugar snap peas)
- slatti af rækjum teknar (affrystar ef þær koma þaðan) og léttsteiktar uppúr smá olíu og hvítlauksrifi. Í lokin er smá sweet-chillí sósu hellt útá pönnuna.
- fetaostur mulinn ofaná öll herlegheitin í skálinni.
Sjálfsþurftarbúskapur
Balinn hefur fengið að standa útá svalarborði og notið góðs af rigningunni ... gerist ekki meir lífrænt en svo ;)
Fengum okkur í dag útá uppáhalds rauðbeðusalatið mitt. Óhemju gott alveg og vel ræktunarinnar virði.
Rauðbeðusalatið svona ef ég er ekki búin að birta það nú þegar;
Nokkrar ferskar rauðbeður soðnar þartil mjúkar, skrælaðar og skornar í bita.
1 rauðlaukur skorin í þunnar sneiðar og látið liggja í 2 msk balsamico + 2 msk olíu + salti og pipar. Rauðbeðunum bætt útí, gjarnan þegar þær eru heitar því þá draga þær í sig bragðið af vökvanum.
Sýð quinoa, hráhrísgrjón, couscous eða búlgur með smá grænmetiskrafti í.
Raða svo saman grjónum og ruccola á disk og toppa með rauðbeðu/rauðlauksblöndunni. Oná þetta fer svo fetaostur eða geitarostur og saxaðar valhnetur.
Saturday, May 16, 2009
Rababaramylsubaka (smulpaj)
Friday, May 15, 2009
Bullukollubrauðréttur
So here goes....
Bullukollubrauðréttur
1 stórt fat
3/4 af risafranskbrauði (skorpan líka !) Reytt í tætlur oní formið
2 rauðar papríkur, skornar í bita
1 vorlaukur, sneiddur
2 pakkar af reyktri skinku
2 x 200 g öskjur af hvítlauksrjómaosti (ég notaði ICA´s med vitlök och örter)
1 poki af rifnum osti
svo kemur cirkabátið; 5 dl af rjóma af ýmsri gerð (ég átti smá þeytirjóma og smá hafrarjóma og smá filmjölk/súrmjólk)
Bara þartil manni finnst að þykktin sé orðin hæfileg. Á að vera dálítið vökvakennt því að brauðið sýgur upp mikinn vökva.
Steikir fyrst á pönnu uppúr smá olíu papríkuna og vorlaukinn. Bætir svo útí þetta skinkunni og rjómaostinum þartil hann fer aðeins að bráðna. Svo hella útí vökvanum (rjómanum og því).
Hella þessu öllu svo yfir brauðið í forminu. Hræra aðeins um þartil brauðið er allt vel blautt af rjómaostablöndunni. Drussa yfir osti og krydda með valfríu kryddi (Season All, papríkudufti eða töfrakryddi frá Pottagöldrum ef maður býr svo vel ;))
Hita í 200 gráðu heitum ofni í 30 mín eða þartil osturinn er bráðnaður og aðeins farið að taka lit.
Saturday, May 09, 2009
Haframjölskökur með rabbabara
Ég fór eftir uppskrift sem ég fann í nýjasta Arla bæklingnum en ég myndi minnka sykurmagnið dáldið næst. Fljótgert og meira að segja barnvænt því Hilmi tókst að hjálpa án þess að nokkuð færi úrskeiðis. Fínn í kúlurúllið.
Haframjölskökur með rabbabara
ca 25-30 stk
150 g smjör, við stofuhita
1 dl sykur (má gjarnan vera minna!)
Hræra þessu tvennu vel saman og bæta svo við;
2 dl haframjöl
2 dl hveiti
1 nettur rabbabarastöngull
Forma litla kúlur úr deiginu og setja á bökunarplötu. Skera rabbabarann í litla bita (1 cm) og þrýsta einum bita oní hverja kúlu. Klessa kúluna í leiðinni örlítið niður. Baka í 200 gráðu heitum ofni í cirka 10 mín.
Thursday, April 30, 2009
Cajun Chowder
Fyrsta súpan sem ég prófa úr nýju bókinni minni "Soppor, bröd och röror" varð semsagt Cajun Chowder. Þrælamerísk skelfiskssúpa með cayennepiparkeim. Mjög góð og ferlega ólík þeim fiskisúpum sem ég hef gert áður.
Í uppskriftinni eru ferskvatnsrækjur (kräftor) sem eru vinsælar hérna í Svíþjóð en ég efast ekki um að góðar, heiðarlegar rækjur séu engu verri.
Cajun Chowder
fyrir 4 eða fleiri
1 laukur, saxaður
1 hvítlauksrif, kramið
2 msk olía
fingurgómaklípa af svörtum pipar
fingurgómaklípa af hvítum pipar
væn fingurgómaklípa af möldum kóríander
væn fingurgómaklípa af cayennepipar
1/2 tsk malin paprika
1 lítill sellerístöngull (sleppti þessu því ég nennti ekki að kaupa heilan selleríhaus)
1 dós saxaðir tómatar
2 dósir gulur maís
2 lítrar af grænmetiskraftsvatni (ég lét nægja 1 l því við vorum bara 2 fullorðnir)
ca 300 g sterk pylsa einsog t.d. Chorizo
1 dós krabbakjöt
100 g kräftor (rækjur)
2 dl matreiðslurjómi
salt
Laukurinn og hvítlaukur hitaðir uppúr olíunni örlitla stund. Kryddunum öllum bætt út í og leyft að taka sig aðeins saman. Saxaði sellerístöngullinn (ef notaður) lagður oní ásamt dósatómötunum, majs og grænmetiskraftsvatninu. Leyft að malla í 20 mín.
Þá má mixa súpuna. Höfundar bókarinnar lögðu til að þriðjungur af súpunni væri tekin uppúr og sléttmixað, bætt svo við restina. Ég dýfði nú bara töfrasprotanum mínum oní og blastaði á fullum krafti þartil mér fannst rétta þykkleikanum náð. Það eiga nefnilega að vera smá bitar í súpunni, hún á ekki alveg að vera sléttmixuð.... þú prófar þig áfram ;)
Sterka pylsan er skorin í bita og bætt við oní súpuna ásamt krabbakjötinu, rækjunum og rjóma. Látið hitna í gegn og smakkað til með salti.
Við hjónin erum soddan chillíelskendur að okkur fannst cajunpiparinn ekki alveg gefa nógu gott kikk svo við helltum Tabasco frjálslega oní súpudiskana okkar.
Núna bíður smá afgangur af þessari góðu þykku súpu inní ísskáp og ég er alveg handviss um að hún eigi eftir að verða betri svona dagsgömul.... mmm.
Sunday, April 26, 2009
Eplabrauð á 5 mín
Thursday, April 16, 2009
Rúgbrauðsterta með rjóma
Uppskriftina er að finna hér. Reyndar var hún pínu öðruvísi í Gestgjafanum því þar voru eggjarauðurnar þeyttar sér með sykrinum, eggjahvíturnar stífþeyttar og þær svo látnar út í deigið síðast. Botnarnir voru bakaðir í 3 smelluformum en næst myndi ég láta 2 nægja... í 3 urðu botnarnir óþarflega þunnir. Þeyta svo pela af rjóma með rifnu suðusúkkulaði í til að setja á milli.
Þjóðlegt með meiru !
Lemon curd - sítrónukrem
Wednesday, February 18, 2009
Graskerssalat með miðausturlensku ívafi
Halloumi er saltur, gúmmíkenndur og gerður úr blöndu af geitar og kindamjólk. Hann er bestur grillaður.
Ég tók semsagt vænan graskersbita og skar niður í hæfilega stóra/litla bita. Setti í ofnskúffu, kryddaði með harissu (alveg eins hægt að nota smá fræhreinsað, smátt saxað chillí), salti og pipar. Dreitlaði svo yfir olíu og hunangi. Ofninn á 200 gráður og látið vera inni í 45 mín... eða meira...bitarnir eiga að verða mjúkir. Svona einsog að ofnsteikja kartöflur !
Lét svo ruccola (klettasalat) á stórt fat. Þegar graskerið kom útúr ofninum lét ég þær vandlega dreifðar ofaná og drussaði svo yfir þurrkuðum graskersfræjum og rúsínum. Steikti svo einn pakka af halloumiosti á grillpönnu (ekkert krydd, engin olía) þartil tók lit á báðum hliðum. Skar niður í bita og dreifði þeim yfir. Í blálokin kreisti ég safann úr hálfri appelsínu yfir herlegheitin og saltaði og pipraði.
Þetta toppaði kvöldmatinn hjá okkur sem samanstóð af ósköp stöðluðum og boring heilsteiktum kjúlla krydduðum með kanil, cummin, hvítlauk ofl.
Monday, January 26, 2009
Kjúklingapottréttur með karabísku ívafi
Þessa uppskrift reif ég úr einhverju gömlu Gestgjafablaði, magnið var miðað við 10-15 en ég minnkaði bara niður svo myndi samsvara minni fjölskyldu. Við átum yfir okkur og svo átti ég smá í box fyrir hádegið daginn eftir.
Kjúklingapottréttur með kókos og mangó
(tekið úr Gestgjafanum, magni breytt til að hæfa 4)
Kjúklingabringur sem nægir fyrir 4, skorið í teninga
1 lítill laukur
2 hvítlauksrif, kramin
1 msk engifer, ferskt, rifið (ég nota úr dós)
1 tsk kóríanderduft
1 dós kókosmjólk
1 dós niðursoðnir saxaðir tómatar, safinn siktaður frá... eða meirihlutinn af honum allavega
1 mangó, ferskt (eða frosið) og skorið í bita
1 -2 msk saxað jalepeno úr dós
ferskt kóríander
ristað kókosmjöl (ég notaði kókosflögur því þær eru svo stórar og girnilegar en sleppti því að rista)
Steikja kjötbitana í smá olíu og leggið til hliðar. Steikið svo saxaðan laukinn uppúr smá olíu þartil mýkist og bætið við hvítlauknum, engiferinum og kóríanderduftinu. Kókosmjólkinni hellt útí og leyft að hitna aðeins. Svo á að setja í matvinnslusvél og mixa maukið slétt. Ég skellti náttlega bara töfrasprotanum oní pottinn ;)
Síðan er kjúklingurinn settur útí maukið og látið malla smástund. Ég leyfði þessu að malla í alveg hálftíma bara afþví ég hafði nægan tíma en ætli það sé ekki nóg að hafa það rétt nægilega lengi svo kjúklingabitarnir séu fulleldaðir (15 min). Salta og pipra. Í blálokin bætti ég við ferskum kóríander, mangóbitunum og jalepenoinu. Athugið ! Ef maður er að gera fyrir börn er náttlega best að setja jalepeno útí EFTIR að maður er búin að taka frá barnaskammtana... að öllu öðru leyti er þetta ekkert sterkt.
Bar fram á disk með hráhrísgrjónum (brúnum hrísgrjónum) og drussaði yfir kókosflögunum/mjölinu.
Tuesday, January 20, 2009
Kornfleksfiskur með ágætlega hollri remúlaðisósu
Tuesday, January 13, 2009
Gulrótarsúpa með stælum
Ef öllu er sleppt ef þetta samt góð basic gulrótarsúpuuppskrift en fyrir þá sem óhræddir eru má fara alla leið ;)
Gulrótarsúpa
1 laukur, saxaður
smá olía
800 g gulrætur, skornar í hæfilega litla bita og jafnvel skrældar ef hýðið er ljótt
1 líter vatn með kjúklingakrafti
2 þurrkuð limeblöð (til í poka frá Blue Dragon og heitir "kafir Lime leaves")
1 sítrónugras sem búið er að banka á til að leysa úr læðingi bragðið (þetta er svona harður stilkur, já eiginlega bara í útliti einsog lítið prik... má alveg sleppa)
smá salt
1 dós léttkókosmjólk
Laukurinn saxaður og mýktur uppúr heitri olíu í pottinum. Gulrótum, sítrónugrasi og limeblöðum bætt við og vatn með krafti hellt í. Leyft að sjóða þartil gulræturnar eru mjúkar. Saltað. Limeblöðin og sítrónugrasið veitt uppúr. Súpan mixuð með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Kókosmjólkinni bætt við og leyft að hitna vel í gegn.
Og svo lokatilþrifin;
2 dl tyrknesk jógúrt (bragðlaus þétt jógúrt... svipuð og skyr eða Óskajógúrt)
1 tsk cummin
1 msk olía
salt og pipar
Öllu blandað saman og leyft að standa inní ískáp smástund.
Súpan er svo sett saman á eftirfarandi hátt;
Í botninn á súpuskál er sett strimlur af niðursoðnum engifer (fæst í glerkrukku.. má sleppa) og jafnvel smá kóríander. Súpunni hellt í skálina og smá sletta af cumminjógúrt ofaná.