Chowder er súpa. Munurinn á chowder og súpu er að sú fyrri er aðeins þykkari.
Fyrsta súpan sem ég prófa úr nýju bókinni minni "Soppor, bröd och röror" varð semsagt Cajun Chowder. Þrælamerísk skelfiskssúpa með cayennepiparkeim. Mjög góð og ferlega ólík þeim fiskisúpum sem ég hef gert áður.
Í uppskriftinni eru ferskvatnsrækjur (kräftor) sem eru vinsælar hérna í Svíþjóð en ég efast ekki um að góðar, heiðarlegar rækjur séu engu verri.
Cajun Chowder
fyrir 4 eða fleiri
1 laukur, saxaður
1 hvítlauksrif, kramið
2 msk olía
fingurgómaklípa af svörtum pipar
fingurgómaklípa af hvítum pipar
væn fingurgómaklípa af möldum kóríander
væn fingurgómaklípa af cayennepipar
1/2 tsk malin paprika
1 lítill sellerístöngull (sleppti þessu því ég nennti ekki að kaupa heilan selleríhaus)
1 dós saxaðir tómatar
2 dósir gulur maís
2 lítrar af grænmetiskraftsvatni (ég lét nægja 1 l því við vorum bara 2 fullorðnir)
ca 300 g sterk pylsa einsog t.d. Chorizo
1 dós krabbakjöt
100 g kräftor (rækjur)
2 dl matreiðslurjómi
salt
Laukurinn og hvítlaukur hitaðir uppúr olíunni örlitla stund. Kryddunum öllum bætt út í og leyft að taka sig aðeins saman. Saxaði sellerístöngullinn (ef notaður) lagður oní ásamt dósatómötunum, majs og grænmetiskraftsvatninu. Leyft að malla í 20 mín.
Þá má mixa súpuna. Höfundar bókarinnar lögðu til að þriðjungur af súpunni væri tekin uppúr og sléttmixað, bætt svo við restina. Ég dýfði nú bara töfrasprotanum mínum oní og blastaði á fullum krafti þartil mér fannst rétta þykkleikanum náð. Það eiga nefnilega að vera smá bitar í súpunni, hún á ekki alveg að vera sléttmixuð.... þú prófar þig áfram ;)
Sterka pylsan er skorin í bita og bætt við oní súpuna ásamt krabbakjötinu, rækjunum og rjóma. Látið hitna í gegn og smakkað til með salti.
Við hjónin erum soddan chillíelskendur að okkur fannst cajunpiparinn ekki alveg gefa nógu gott kikk svo við helltum Tabasco frjálslega oní súpudiskana okkar.
Núna bíður smá afgangur af þessari góðu þykku súpu inní ísskáp og ég er alveg handviss um að hún eigi eftir að verða betri svona dagsgömul.... mmm.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Yömmí....
Fingurgómaklípa...? Er það minna en klípa? Minna en fingurklípa?
En væn fingurgómaklípa....? Er það þá einsog klípa...?
hi hi...
:-)
*fliss* maður þarf bókstaflega að fara eftir "fingertoppskänslan" í þessu máli.
En annars á þetta að vera sænskt kryddmått sem ég hef aldrei skilið sem annað en klípa eða hnífsoddsmæling... einhverskonar... eða ? ;)
Kryddmått er minsta skeiðin þegar maður kaupir svona plastskeiðasett.
Kryddmått = 1 ml
Teskeið = 5 ml
/Halla
Ég hef bara einusinni séð þetta pínkulitla skeið á skeiðasetti og það var einhverstaðar hér í Svíþjóð. Ætli íslenska mælieiningin "á hnífsoddi" sé ekki réttmæt í þessu samhengi ? 1/5 af teskeið er kannski vænn hnífsoddur !
Takk Halla fyrir að staðfesta þetta fyrir okkur sem pælum í mælingum :)
Post a Comment