Vá hvað ég á aldrei aftur eftir að kaupa svona Madhur Jaffrey/Uncle Ben´s tilbúnar dósasósur. Aldrei aftur !!
Þessa uppskrift reif ég úr einhverju gömlu Gestgjafablaði, magnið var miðað við 10-15 en ég minnkaði bara niður svo myndi samsvara minni fjölskyldu. Við átum yfir okkur og svo átti ég smá í box fyrir hádegið daginn eftir.
Kjúklingapottréttur með kókos og mangó
(tekið úr Gestgjafanum, magni breytt til að hæfa 4)
Kjúklingabringur sem nægir fyrir 4, skorið í teninga
1 lítill laukur
2 hvítlauksrif, kramin
1 msk engifer, ferskt, rifið (ég nota úr dós)
1 tsk kóríanderduft
1 dós kókosmjólk
1 dós niðursoðnir saxaðir tómatar, safinn siktaður frá... eða meirihlutinn af honum allavega
1 mangó, ferskt (eða frosið) og skorið í bita
1 -2 msk saxað jalepeno úr dós
ferskt kóríander
ristað kókosmjöl (ég notaði kókosflögur því þær eru svo stórar og girnilegar en sleppti því að rista)
Steikja kjötbitana í smá olíu og leggið til hliðar. Steikið svo saxaðan laukinn uppúr smá olíu þartil mýkist og bætið við hvítlauknum, engiferinum og kóríanderduftinu. Kókosmjólkinni hellt útí og leyft að hitna aðeins. Svo á að setja í matvinnslusvél og mixa maukið slétt. Ég skellti náttlega bara töfrasprotanum oní pottinn ;)
Síðan er kjúklingurinn settur útí maukið og látið malla smástund. Ég leyfði þessu að malla í alveg hálftíma bara afþví ég hafði nægan tíma en ætli það sé ekki nóg að hafa það rétt nægilega lengi svo kjúklingabitarnir séu fulleldaðir (15 min). Salta og pipra. Í blálokin bætti ég við ferskum kóríander, mangóbitunum og jalepenoinu. Athugið ! Ef maður er að gera fyrir börn er náttlega best að setja jalepeno útí EFTIR að maður er búin að taka frá barnaskammtana... að öllu öðru leyti er þetta ekkert sterkt.
Bar fram á disk með hráhrísgrjónum (brúnum hrísgrjónum) og drussaði yfir kókosflögunum/mjölinu.
Monday, January 26, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Hljómar mjög vel. Ég á örugglega eftir að prófa þennan.
NAMM! Gerði þennan á mánudaginn og hann er GEGGJAÐUR! Ekkert smá skemmtilegur réttur :) Takk fyrir þetta!
Post a Comment