Wednesday, February 18, 2009

Graskerssalat með miðausturlensku ívafi

Bullaði fram þetta ágætis salat í gærkvöldi. Veit ekki hvort það sé hægt að endurgera það á Íslandi með góðu móti þar sem halloumi ostur fékst ekki á landinu síðast þegar ég vissi (sú í ostabúðinni á Skólavörðustíg hafði ekki einusinni heyrt á ostinn minnstann!).
Halloumi er saltur, gúmmíkenndur og gerður úr blöndu af geitar og kindamjólk. Hann er bestur grillaður.

Ég tók semsagt vænan graskersbita og skar niður í hæfilega stóra/litla bita. Setti í ofnskúffu, kryddaði með harissu (alveg eins hægt að nota smá fræhreinsað, smátt saxað chillí), salti og pipar. Dreitlaði svo yfir olíu og hunangi. Ofninn á 200 gráður og látið vera inni í 45 mín... eða meira...bitarnir eiga að verða mjúkir. Svona einsog að ofnsteikja kartöflur !

Lét svo ruccola (klettasalat) á stórt fat. Þegar graskerið kom útúr ofninum lét ég þær vandlega dreifðar ofaná og drussaði svo yfir þurrkuðum graskersfræjum og rúsínum. Steikti svo einn pakka af halloumiosti á grillpönnu (ekkert krydd, engin olía) þartil tók lit á báðum hliðum. Skar niður í bita og dreifði þeim yfir. Í blálokin kreisti ég safann úr hálfri appelsínu yfir herlegheitin og saltaði og pipraði.

Þetta toppaði kvöldmatinn hjá okkur sem samanstóð af ósköp stöðluðum og boring heilsteiktum kjúlla krydduðum með kanil, cummin, hvítlauk ofl.
Posted by Picasa