Sumarið er salattími finnst mér. Lágmark einu sinni í viku. Einhvað létt og gott svo maður geti hlaupið útí sólina aftur og notið dagsins.
Ég get verið alveg óhugnalega hugmyndasnauð þegar kemur að því að gera salat en sem betur fer er uppáhalds blaðið mitt LagaLätt oft með góðar hugmyndir. Eins og til dæmis þetta salat sem var svo ferskt og fínt með nektarínum, hvítlauks og chillí steiktum rækjum og fetaosti.
Innihaldslýsing fylgir hér:
- Nektarínur skornar í báta
- blandað salat skolað og sett í skálina ásamt
- rauðlauk
- létt soðnum sykurbaunum (sockerärtor/sugar snap peas)
- slatti af rækjum teknar (affrystar ef þær koma þaðan) og léttsteiktar uppúr smá olíu og hvítlauksrifi. Í lokin er smá sweet-chillí sósu hellt útá pönnuna.
- fetaostur mulinn ofaná öll herlegheitin í skálinni.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Nammi namm!
Post a Comment