Thursday, December 03, 2009

Tom Ka Gai kjúllapottréttur

Tom Ka Gai er alþekkt thailenskt matarfyrirbæri og kemur oftast í súpuformi. Í LagaLätt gera þeir pottrétt úr því ásamt kjúkling, sveppum, sítrónugrasi, chillí, sykurbaunum og dýýýrindis kóríanderdressingu. Dressingin hljómar kannski dálítið furðulega með léttmæjónesi og lime í stórum stíl í en hún kom hressilega á óvart og átti svo innilega vel við pottréttinn.

Tom Ka Gai - kjúllapottréttur
(úr LagaLätt, sept 09)

600 g kjúklingakjöt (skiptir engu hvort það eru bringur eða læri) skorið í munnbitsstóra bita

1 sítrónugras, örfínsaxað
1 rautt chillí, fræhreinsað og fínsaxað
100 g sveppir, skornir í helminga
2 dl kókosmjólk
1,5 dl vatn + grænmetiskraftur
1 púrrlaukur, skorin í frekar stóra bita
150 g sykurbaunir (sockerärtor) helmingaðir

Kjúklingurinn steiktur á pönnu uppúr smá olíu. Sítrónugrasi, chillí og sveppum bætt við og leyft að steikjast aðeins með kjúllanum. Saltað og piprað. Bætið svo við kókosmjólkinni, vatni og krafti og leyfið að malla undir loki í 10 mín.
Púrrlauk og sykurbaunum er svo bætt við og leyft að malla áfram í 3-5 mín.

Borið fram með hrísgrjónum og kóríanderdressingunni.

Kóríanderdressing
1 krukka ferskur kóríander (eða 2-3 tsk af söxuðum kóríander úr dós)
1/2 dl léttmæjónes (ég var gráðug og notaði 1 dl)
1 lime, fínrifinn börkurinn utanaf og safinn innanúr (uppskriftin segir börkurinn af 2 lime og 1 msk safi en mér fannst þetta fullkomið með safa og berki úr 1)
salt og pipar.
Allt mixað með töfrasprota.
Posted by Picasa

No comments: