Monday, June 01, 2009

Bakaður fiskur með kotasælu

Þegar ég var heima um páskana rakst ég á þessa líka girnilegu uppskrift frá MS í Fréttablaðinu. Sá að það var kotasæla með hvítlauk og datt í hug að það gæti verið einhvað svipað til hérna í Svíþjóðinni... og jújú "keso med paprika" fékk að koma í staðinn fyrir íslensku hvítlaukskotasæluna. Ný uppáhaldsfiskiuppskrift !

Bakaður fiskur með kotasælu og sýrðum rjóma
(upprunalega uppskriftin hér)

600 g ýsuflök, skorin í bita
100 g blaðlaukur, smátt saxaður
1 rauð papríka, söxuð
200 g rækjur
180 g sýrður rjómi
200 g keso með papríku
2 dl söxuð basilíka (má sleppa finnst mér ef sænska kesóið er notað því í því er mikið af kryddjurtum)
100 g gratínostur

Fiskurinn settur í eldfast mót ásamt grænmetinu og rækjunum. Kesóið og sýrði rjóminn hrært saman ásamt basilíkunni ef hún er notuð. Hellt yfir fiskinn og osti stráð yfir. Baka við 180 í 20 - 30 mín eða þartil fiskurinn er orðin hvítur og gegnumsoðin.

2 comments:

Halldóra said...

Mmmm... langar líka að prófa þetta... :-)
Halldóra.

Anonymous said...

Takk fyrir þessa Begga. Búðin á horninu átti ekki papriku kotasælu svo ég keypti venjulega og hakkaði einn lítinn ferskan hvítlauk í.
Rosalega gott og ég geri þetta pottþétt aftur.
Nammi namm! /Halla & co.