Rifjaðist upp fyrir mér í hreint yndislegu matarboði hjá góðum vinum hversu bragðgóður og meyr kjúklingur verður ef hann fær að marínerast í jógúrt áður en honum er skellt á grillið. Er búin að endurtaka all-oft (of oft ?) síðan þá og í gær toppaði ég allt með því að gera mína eigin útfærslu... og það úr óhemju góðri kókósjógúrt úr Willy´s !
Svo hér eru þrjár í uppáhaldi, aðferðafræðin er sú sama... öllu innihaldi blandað saman í poka, kjúklingurinn (annaðhvort heill, niðurbútaður eða bringur) látið ofaní og látið standa helst í kæli yfir nótt en í neyð má láta 30 min-2 klst við stofuhita nægja :
Nigellujógúrtmarínering (einnig þekkt sem Bromstensmaríneringin)
500 ml jógúrt
60 ml olía
2 heil hvítlauksrif, léttilega marin (ekki kreist, kramin eða skorin)
1 msk heil piparkorn, marin (eða aðeins minna úr kvörninni)
1 msk salt
1 tsk cummin
1 msk síróp (maple eða ahorn helst... ekki pönnukökusíróp)
Salvíumarínering
úr LagaLätt
500 ml jógúrt eða léttjógúrt
4 hvítlauksrif, kramin
15 fersk salvíublöð, saxað
1,5 tsk salt
smá pipar úr kvörn
2 msk olía
Beggumarínering
500 ml Kókosjógúrt (fæst frá Milko í Willys)
2 hvítlauksrif, kramin
salt og pipar
2 tsk Vindaloo kryddblanda (mín er frá Pottagöldrum).... ef bara fullorðnir eru að fara að borða má auka magnið allverulega
2 tsk sojasósa
Thursday, July 30, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment