Saturday, January 28, 2012

Estagonkjúlli í ofni


Kært krydd hefur mörg nöfn... og það á vissulega við um Estragon sem einnig er kallað dragon og/eða tarragon. Held að þetta krydd þekkist kannski betur sem "bernaise-sósu-kryddið" ;)
Það er til bæði ferskt og þurrt og má nota hvoru tveggja í þessari uppskrift. Seinast gerði ég með fersku og núna er þurrkryddsósukjúllinn að malla í ofninum þannig að ég læt reyna á báðar gerðir.
Ekta góður rjómasósukjúlli !
Estragonkjúlli
1 kjúlli, bútaður niður eða bara kjúklingabringur
1 msk smjör
1-2 schalottlaukur, sneiddur fínt
5 dl vatn
1 kjúklingakraftsteningur (eða samsvarandi fljótandi)
2 dl rjómi að eigin vali (ég hef notað bæði hafrarjóma og þeytirjóma)
1 msk dijonsinnep
1 krukka estragon ferskt (fínhakkað) eða rúmlega 1 tsk þurrt
1,5 msk sítrónusafi
Hitaðu ofn að 250 gráðum ef þú ert með beinlausa kjúllabita, 220 ef leggi/bein
Byrjaðu á að steikja kjúllabitana uppúr smjörinu þartil hann nær smá lit á öllum hliðum. Skelltu svo lauknum útí og leyfðu að ná smá lit, cirka 1 min. Settu nú kjöt og lauk í ofnfast form. Ekki skola úr pönnunni heldur skelltu bara vatninu og kraftinum útí og leyfðu að sjóða aðeins upp. Síðan rjómanum og estragoninu. Ef þú ert að nota ferskt máttu byrja á að setja helmingin úti og notar hinn helmingin að dreifa yfir þegar komið er útúr ofninum. Þurrt krydd seturu bara allt í einu. Bætti líka við sítrónusafanum og sinnepinu. Leyfðu sósunni aðeins að ná upp suðunni og helltu svo herlegheitunum yfir steiktu kjúklingabitana í forminu. Inní ofn þartil fullsteikt. Beinlaust tekur það svona 10-15 mín en ég leyfi því að vera allt að hálftíma ef ég er með leggi eða stóra bringubita. Það sýður í rjómasósu svo það er ekkert rosa mikil hætta á að verða þurrt.
Borið fram með valfríu meðlæti. Hér á bæ þýðir það pasta fyrir börnin og soðið blómkál fyrir fullorðna fólkið (a'la LCHF/GI ;) )

Wednesday, January 04, 2012

Lax í saffransósu

Þessi laxaréttur er svo góður að ég verð barasta að íslenska hann svo hann fari nú ekki til spillist bara í svíana ;) Upprunalega uppskriftin er annars hér.
Tekur ekki nema 20 mínútur að skella þessu saman og báðir drengirnir mínir báðu um viðbót... það er alveg andvirði Michelinstjörnu á mínu heimili.
Lax í saffransósu
1-2 rauðar papríkur skornar í stærri bita
1 laukur skorin í báta
smá olía að steikja uppúr
1 umslag saffran (0,5 gr)
cirka 600 grömm lax, skorin í stóra teninga (garanterar stuttan eldunartíma)
salt og pipar
2 dl rjómi (ég notaði hafrarjóma)
1 tsk edik (ättika, 12%)
Byrjar á að steikja á pönnu papríku og lauk uppúr smá olíu, dreifir yfir saffraninu og steikir nokkrar mínútur í viðbót. Bætir við rjóma og ediki og setur laxinn ofaní. Sjóða í 5 mínútur og taka svo af hellunni, setja lokið á og leyfa að standa 5 mín í viðbót.
Bar þetta fram með soðnum kartöflum fyrir hina en sjálf borðaði ég þetta með soðnum aspas (=GI/LCHF).