Thursday, April 16, 2009

Rúgbrauðsterta með rjóma

Las gömul Gestgjafablöð um páskana og um leið og ég sá uppskriftina að RÚGBRAUÐS-tertu þá bara varð ég að prófa. Hverjum datt þetta eiginlega í hug ?! Rúgbrauð með rjóma á ? En þetta kom þvílíkt á óvart og varð alveg óheyrilega gott.
Uppskriftina er að finna hér. Reyndar var hún pínu öðruvísi í Gestgjafanum því þar voru eggjarauðurnar þeyttar sér með sykrinum, eggjahvíturnar stífþeyttar og þær svo látnar út í deigið síðast. Botnarnir voru bakaðir í 3 smelluformum en næst myndi ég láta 2 nægja... í 3 urðu botnarnir óþarflega þunnir. Þeyta svo pela af rjóma með rifnu suðusúkkulaði í til að setja á milli.
Þjóðlegt með meiru !

1 comment:

Ragnheiður said...

Ég skil vel að eitthver Íslendingur hafi dottið í hug rúgbrauð með rjóma. Það hefur örugglega verið einhver brauðsúpu aðdáandi.
Kveðja Ragnheiður