Friday, May 15, 2009

Bullukollubrauðréttur

Var með saumó í kvöld og lofaði viðstöddum að setja inn tvær uppskriftir. Ein af þeim var "bullukolluuppskrift" sem þýðir að ég setti dash af hinu og slettu af öðru með lauslega ímynd af einhverri uppskrift að brauðrétt sem ég hafði fundið. Ákvað að best væri nú bara að skrifa það niður strax svona ef ské kynni að ég fengi blackout á morgun þegar ég ætlaði að fara að rifja upp.

So here goes....

Bullukollubrauðréttur
1 stórt fat

3/4 af risafranskbrauði (skorpan líka !) Reytt í tætlur oní formið
2 rauðar papríkur, skornar í bita
1 vorlaukur, sneiddur
2 pakkar af reyktri skinku
2 x 200 g öskjur af hvítlauksrjómaosti (ég notaði ICA´s med vitlök och örter)
1 poki af rifnum osti
svo kemur cirkabátið; 5 dl af rjóma af ýmsri gerð (ég átti smá þeytirjóma og smá hafrarjóma og smá filmjölk/súrmjólk)
Bara þartil manni finnst að þykktin sé orðin hæfileg. Á að vera dálítið vökvakennt því að brauðið sýgur upp mikinn vökva.

Steikir fyrst á pönnu uppúr smá olíu papríkuna og vorlaukinn. Bætir svo útí þetta skinkunni og rjómaostinum þartil hann fer aðeins að bráðna. Svo hella útí vökvanum (rjómanum og því).
Hella þessu öllu svo yfir brauðið í forminu. Hræra aðeins um þartil brauðið er allt vel blautt af rjómaostablöndunni. Drussa yfir osti og krydda með valfríu kryddi (Season All, papríkudufti eða töfrakryddi frá Pottagöldrum ef maður býr svo vel ;))

Hita í 200 gráðu heitum ofni í 30 mín eða þartil osturinn er bráðnaður og aðeins farið að taka lit.

No comments: