Thursday, May 28, 2009

Sjálfsþurftarbúskapur

Það er smá organísk óðlun í gangi hjá mér úti á svölum. Keypti poka af organískri mold útí búð og sáði oní stóra málmbalann sem lá ónotaður og sorgmæddur inní geymslu... kom ótrúlega fljótt upp litlir grænir og viðkvæmir þræðir sem svo brögguðust í þetta líka myndarlega ruccolalauf.
Balinn hefur fengið að standa útá svalarborði og notið góðs af rigningunni ... gerist ekki meir lífrænt en svo ;)

Fengum okkur í dag útá uppáhalds rauðbeðusalatið mitt. Óhemju gott alveg og vel ræktunarinnar virði.

Rauðbeðusalatið svona ef ég er ekki búin að birta það nú þegar;

Nokkrar ferskar rauðbeður soðnar þartil mjúkar, skrælaðar og skornar í bita.
1 rauðlaukur skorin í þunnar sneiðar og látið liggja í 2 msk balsamico + 2 msk olíu + salti og pipar. Rauðbeðunum bætt útí, gjarnan þegar þær eru heitar því þá draga þær í sig bragðið af vökvanum.
Sýð quinoa, hráhrísgrjón, couscous eða búlgur með smá grænmetiskrafti í.
Raða svo saman grjónum og ruccola á disk og toppa með rauðbeðu/rauðlauksblöndunni. Oná þetta fer svo fetaostur eða geitarostur og saxaðar valhnetur.
Posted by Picasa

No comments: