Á sumarletidögum erum við aðeins duglegri við að kaupa tilbúinn grillaðan kjúkling og hafa í kvöldmat, losnar við að standa og steikja, og ekki er nú verra að það er ódýrara en að kaupa hráefnið og gera allt frá grunni :)
Og þá vill nú verða að maður eigi smá afgang af kjúklingakjötinu. Upplagt að búa til smá salat til að hafa oná brauð, tilvalið í pikknikk og alveg hrikalega gott.
Svíarnir kalla by the way svona salat "röra" eða hræru. Svona til þess að aðgreina frá grænu salati. Hvað ætli Íslenska samheitið á því yrði ? Kjúklingahræra hljómar dáldið furðulega....
Tek fram að þegar ég geri salatið fer ég ákaflega frjálslega með innihaldsmagnið en hérna er upprunalega uppskriftin einsog hún stendur handskrifuð í bókinni minni góðu ;
Kjúklingasalat
120 g kjúklingakjöt, skorið í bita
1/3 bolli bitaskorin paprika, gul eða rauð
2 msk ristaðar furuhnetur
1/4 bolli hrein jógúrt
3 msk létt mæjónes
1 tsk sítrónusafi
1 tsk ferskt basilíkum, saxað (ég nota "ferskt" úr frysti)
1/2 tsk aromat
Wednesday, July 08, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment