Wednesday, July 22, 2009

Einfalt sumarpasta

Fyrir mörgum mörgum árum síðan eyddum við Ingó 2 vikum í Brussel. Sú borg er matgæðingshöfuðborg Evrópu. Dvalarlengdin þar er ekki talin í vikum, mánuðum eða árum heldur kílóum. Þar komumst við líka í fyrsta sinn í kynni við alvöru matvöruverslun á útlenska vísu sem bauð uppá allt sem hugurinn girndist; Carrefour.
Þó við færum mikið út að borða fannst mér næstum því alveg jafn gaman að fá að versla einhvað í matinn og elda í íbúðinni sem við vorum með í láni (frá elsku hjartans Brynju). Sá réttur sem helst stendur uppúr frá þessari ferð er einfaldasti og bestasti sumarforréttur í heimi... niðurskorin Buffalo-Mozzarella með tómötum, basilíku og olíu.

Í kvöld gerði ég pastarétt sem minnti óneitanlega á Brusseluppáhaldið okkar. 10 mín max að búa til, ágætt í sumarletihitanum ;)

Mozzarellapasta
Magnið er ca fyrir 3...

Sjóða slatta af pasta
2 hvítlauksrif, skorin í þunnar sneiðar
1 lítil askja af kokteiltómötum, skornir í tvennt
safinn úr 1/2 sítrónu
væn handfylli af ferskri basillíku
2 kúlur af mozzarellaosti
væææn handfylli af nýrifnum parmesanosti
slatti af furuhnetum

Mýkti hvítlaukinn aðeins uppúr olíu í djúpum potti. Skellti útí tómötunum og leyfði þeim aðeins að hitna, sítrónusafi útí og svo pastað. Svo barasta skellti ég útí restinni; reif aðeins niður basilíkublöðin, reif líka niður mozzarellakúlurnar í smá klípur, parmesanosturinn og furuhneturnar. Hrærasmá og leyfa aðeins að hitna í gegn.
Pipar og salt.
Easy.

No comments: