Monday, August 24, 2009

Sítrónupasta með avocado og hrognum

Við hjónakornin fengum tækifæri til að fara á smá hversdagsdeit á eigin heimili. Samanstóð af því að gefa undrabarninu okkar að borða barnheldan mat klukkan sex, svæfa hann og borða svo sjálf einhvað "fullorðins" í friði og ró.

Gerði lauflétta sítrónupastasósu sem var borin fram með steinbítshrognum og avocado. Næstum svo auðvelt að það er skömm að því að kalla þetta uppskrift en ég kalla þetta þá bara leiðbeiningar og hér má lesa þær:

Sítrónupasta
(úr LagaLätt)

2 dl 15% sýrður rjómi
fínrifinn börkur af 1 sítrónu og tæplega matskeið af sítrónusafa (meira ef vill, ágætt að smakka til aðeins)
1 teningur af fiskikrafti eða slurkur af fljótandi krafti því samsvarandi (1 msk?)
Allt hitað varlega í potti og smakkað til með salti og pipar.
Tagliatelle pasta soðið skv. leiðbeiningum og sósunni blandað saman við.

Lagt uppá diska og fínskornum rauðlauk, avocadobitar, ferskmalaður pipar og slettu (rúma teskeið) af ferskum rauðum steinbítshrognum (stenbitsrom) smellt ofaná sem endaslettu á listaverki.
Posted by Picasa

No comments: