Tuesday, October 27, 2009

GI - sítrónulax með baunasalati

Biðst fyrirfram afsökunar á myndaleysinu... við vorum bara svo ofurfljót að borða þennan girnilega sítrónulax að það gafst ekki tími til að sækja myndavélina. En ég lofa að þetta er bæði girnilegur og góður réttur sem uppfyllir þar að auki allar GI kröfur :)

Sítrónulax

4 jafn stórir bitar af laxaflaki (1 bita á mann)

1 dl sýrður rjómi (15% er í góðu lagi)
1 dl hafrarjómi (eða matreiðslurjómi en þá er það ekki lengur GI... )
fínrifinn börkur af 1 sítrónu
safi af 1 sítrónu
8 salvíublöð (fersk) fínt hökkuð
1 tsk dijon sinnep
salt og pipar að smekk

Öllu blandað saman og hellt yfir fiskinn sem lagður hefur verið í fat. Inní 225 gráðu heitan ofn í cirka 15 mín.

Baunasalat
1 dós stórar hvítar baunir
1 dós svartar baunir
2-3 gulrætur, skornar í mjóar ræmur (ég nota flysjara og sker svo aftur svo ég fái örmjóa stilka)
3 msk olía
1 msk rauðvínsedik
salt og pipar að smekk

Öllu blandað saman.

No comments: