Saturday, May 16, 2009

Rababaramylsubaka (smulpaj)


Ein af uppáhalds uppskriftabókunum mínum heitir "Smulpajer till kaffe och dessert". Hellingur af bæði klassískum og öðruvísi mylsnubökum sem eru hver annari auðveldari og betri. Hef gert held ég 3 eða 4 uppskriftir úr þessari bók sem allar hafa slegið í gegn. Ætla að byrja á að lauma hingað rabbabaramylsnubökunni sem ég gerði í saumó í gær... en lofa svo fleiri bráðum... peru eða mangóböku kannski ?


Rabbabara"smulpaj" med möndlumassa


200 g möndlumassi, rifinn gróft (mér fannst reyndar að það hefði mátt minka þetta niður í 150g)

150 g kalt smjör

1,5 dl sykur (minkaði líka þarna niður í 1,2... hefði alveg mátt vera meiri minnkun)

2,5 dl hveiti


Hitið ofninn upp í 175 gráður. Blanda saman með fingrunum svo verði að grófri mylsu öllu sem talið er upp að ofan. Setja helminginn svo í pæjform og baka í ofninum í 7-8 mínútur. Taka formið útúr ofninum og setja svo fyllinguna í;

fyllingin

4 rabbabarastilkar, miðlungsstórir, skornir í bita

1 cm ferskt engifer, rifið (eða bara rifinn engifer úr dós einsog ég geri, þá notaði ég tæplega teskeið)

1 msk kartöflumjöl

0,5 dl sykur

Allt ofantalið sett saman í skál og hrært svo blandist vel saman.


Fyllingin sett í og restinni af mylsnudeiginu sett ofaná. Bakað í 25-30 mín. Bera fram með vanilluís, vanillusósu, rjóma eða kesella.

1 comment:

Skarpi og við hin... said...

Þessi er æði!
Get ég vitnað um persónulega eftir smökkun í saumó... :-)

Halldóra.