Monday, November 23, 2009

Semifreddo - næstum því ís

Grunnurinn að þessum semifreddo (þýðir víst hálf-frosið á ítölsku og er einsog heimagerður ís) er einfaldlega létt og gott vanillubragð. Svo getur maður bætt við hverju sem er áður en borið er fram; ávöxtum/berjum, hnetum, súkkulaði eða öðru sælgæti. Já hverju sem hugurinn girnist !

Ég hef gert þetta tvisvar. Fyrsta skiptið dreifði ég ofaná ristuðum pistasíuhnetum og dökku súkkulaði. Í gær vorum við í aðeins meira vetrar-jólaskapi svo fyrir valinu varð Marabou-súkkulaðið "vinter" og smá skær rauður granateplasafi.

Semifreddo - grunnur

2,5 dl mellangrädde (26% feitur rjómi)
1 msk vanillusykur

4 eggjarauður
0,5 dl sykur

4 eggjahvítur
0,5 dl sykur

2 dl tyrknesk/grísk hrein jógúrt 10% feit

Rjóminn þeyttur ásamt vanillusykrinum. Eggjarauðurnar þeyttar ásamt sykri þartil orðnar örlítið þykkar. Eggjahvíturnar þeyttar þartil farnar að verða stífar, sykrinum svo bætt við smám saman og haldið áfram að þeyta þartil orðnar alveg stífþeyttar.
Rjómanum, rauðusykrinum og jógúrtinni blandað varlega saman og að lokum er hvítunum snúið niður með mestu varúð.

Sett í grunnt form og fryst í 2-3 klst lágmark. Ef lengur má taka fram úr frysti 10 mín áður en á að bera fram og geymt í kæli svo það verði aftur "hálf-frosið".
Skreytt og bragðbætt að vild !

No comments: