Smákökur eru dáldið jólajóla en hey !, það eru til sumarsmákökur líka og þessar eru pottþétt í þeim flokki.
Ég fór eftir uppskrift sem ég fann í nýjasta Arla bæklingnum en ég myndi minnka sykurmagnið dáldið næst. Fljótgert og meira að segja barnvænt því Hilmi tókst að hjálpa án þess að nokkuð færi úrskeiðis. Fínn í kúlurúllið.
Haframjölskökur með rabbabara
ca 25-30 stk
150 g smjör, við stofuhita
1 dl sykur (má gjarnan vera minna!)
Hræra þessu tvennu vel saman og bæta svo við;
2 dl haframjöl
2 dl hveiti
1 nettur rabbabarastöngull
Forma litla kúlur úr deiginu og setja á bökunarplötu. Skera rabbabarann í litla bita (1 cm) og þrýsta einum bita oní hverja kúlu. Klessa kúluna í leiðinni örlítið niður. Baka í 200 gráðu heitum ofni í cirka 10 mín.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment