Það er að mallast gulrótarsúpa í pottinum hjá mér.... skemmtileg uppskrift sem ég rakst á í nýjasta eintaki LagaLätt og bara varð að prófa. Fyrir utan það að hún er sprengfull af vítamínum koma þarna við sögu lime, cummin, engifer, kókosmjólk og sítrónugras !
Ef öllu er sleppt ef þetta samt góð basic gulrótarsúpuuppskrift en fyrir þá sem óhræddir eru má fara alla leið ;)
Gulrótarsúpa
1 laukur, saxaður
smá olía
800 g gulrætur, skornar í hæfilega litla bita og jafnvel skrældar ef hýðið er ljótt
1 líter vatn með kjúklingakrafti
2 þurrkuð limeblöð (til í poka frá Blue Dragon og heitir "kafir Lime leaves")
1 sítrónugras sem búið er að banka á til að leysa úr læðingi bragðið (þetta er svona harður stilkur, já eiginlega bara í útliti einsog lítið prik... má alveg sleppa)
smá salt
1 dós léttkókosmjólk
Laukurinn saxaður og mýktur uppúr heitri olíu í pottinum. Gulrótum, sítrónugrasi og limeblöðum bætt við og vatn með krafti hellt í. Leyft að sjóða þartil gulræturnar eru mjúkar. Saltað. Limeblöðin og sítrónugrasið veitt uppúr. Súpan mixuð með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Kókosmjólkinni bætt við og leyft að hitna vel í gegn.
Og svo lokatilþrifin;
2 dl tyrknesk jógúrt (bragðlaus þétt jógúrt... svipuð og skyr eða Óskajógúrt)
1 tsk cummin
1 msk olía
salt og pipar
Öllu blandað saman og leyft að standa inní ískáp smástund.
Súpan er svo sett saman á eftirfarandi hátt;
Í botninn á súpuskál er sett strimlur af niðursoðnum engifer (fæst í glerkrukku.. má sleppa) og jafnvel smá kóríander. Súpunni hellt í skálina og smá sletta af cumminjógúrt ofaná.
Tuesday, January 13, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
NAMM! Vá hvað mér líst vel á þessa, must-try ASAP!
Eitt með sítrónugrasið, ég hef verið að kaupa það hakkað í krukku frá Thai choice minnir mig. Ef maður kaupir þetta ferska (sem er ansi erfitt hérna á skerinu) þá geymist það vel í frysti.
En takk fyrir þessa uppskrift. Hlakka til að testa hana :)
Ætla að prófa þess í vikunni - líst afar vel á hana eins og svo margt annað hjá þér
MBK INGA í frösunda
Heyrðu, gerði þessa fyrir matarboð sem ég var með í gærkvöldi. Oh my.. hún er ÆÐISLEGA GÓÐ!!! Verður pottþétt gerð oftar á mínu heimili... takk fyrir þetta! :)
Mergjað :) Gaman að geta áframættleitt uppskriftir, sérstaklega þegar þær slá í gegn !
Takk Fanney fyrir tipsið á uppskriftabloggin enskumælandi. Las lengi og vel.... og bookmarkaði svo til að geta komið við aftur og aftur og aftur.
Post a Comment