Thursday, November 26, 2009

Te-kaka með döðlum

Ekki laust við að ég sé að fara yfirum í bakstursáhuga þessa dagana. Bara svo margt sem mig langar að prófa ! Sérstaklega núna á jólamánuði þegar bakstursilmurinn sér um að skapa frið og ró á heimilinu (og þá þarf maður ekki að taka til !).

Ég átti því miður ekki "rétta" te-ið sem talið var upp í uppskriftinni en notaði í staðinn Indian Chai te. Held það sé engu verra.

Tekaka með döðlum
(úr LagaLätt des, 2007)

1 appelsína
1 sítróna
150 g döðlur sem búið er að taka kjarnann úr
1 dl sterkt Lapsang souchong te eða Earl grey
150 g smjör
1,5 dl hrásykur
2 egg
3 dl hveiti
1 tsk bakpulver/lyftiduft

Ofninn hitaður að 175 gráðum og aflangt bökunarform klætt með bökunarpappír.
Skola vel og skrúbba af ávöxtunum og börkurinn fínrifinn af.
Hita tebolla, vel sterkan (pokinn hafður ofaní nokkrar aukamínútur) og hella 1 dl af bollanum yfir döðlurnar í skál. Leyft að kólna aðeins.

Smjörinu og sykrinum blandað vel saman. Eggjunum bætt við einu og einu í senn. Döðluteblöndunni bætt útí ásamt berkinum af ávöxtunum. Bæta svo við hveiti og bakpulver/lyftidufti og blanda varlega saman þartil orðið að jöfnu deigi.


Hellt í bökunarformið og bakað neðarlega í ofninum í 45-50 mín.

No comments: