Wednesday, August 12, 2009

Kräftpastasósa

Þessi pastasósa er eiginlega dáldið mjög sænsk... veit eiginlega ekki einusinni hvort það sé hægt að heimfæra á íslensk hráefni þegar þarna er að finna bæði kräftor (ferskvatnskrabbi) og västerbottenostur (sérstakur sænskur harðostur).

En fyrir ykkur lesendur sem búið í Svíþjóð ætti að vera lítið mál að snara þessu saman :)

Kräftpastasósa
úr einhverju gömlu SvD blaði...

200 g kräftstjärtar (ég nota reyndar 300 g því ég vil hafa vel af því í skammtinum mínum)
100 g ferskar sykurbaunir - sockerärtor
2 skallottlaukar
1 msk smjör
2 dl sýrður rjómi
1/2 msk (eða meir, fer eftir smekk) fljótandi humarkraftur
1,5 dl rifinn västerbottenostur (fæst tilbúin rifinn í poka og ég nota allan pokann... 3 dl ?)
1 msk dill, hakkað
salt og pipar eftir smekk

Laukurinn hakkaður smátt og smjörið brætt í pott. Laukurinn léttsteiktur uppúr smjörinu þartil glær. Sykurbaunirnar skornar í tvennt á ská og skellt útí pottinn. Steikt nokkrar mínútur til viðbótar. Svo er sýrða rjómanum og humarkraftinum bætt útí og þynnt með smá vatni... fer eftir hvað maður vill þunna sósu.. kannski 0,5-1 dl ?
Osturinn settur útí og hitað í gegn þartil hann bráðnar og samlagast sósunni.
Kräftunum skellt útí rétt áður en bera á fram og smakkað til með dilli, salti og pipar.

Mumsfílíbaba !

No comments: