Það skemmtilegasta sem ég veit (fyrir utan að horfa á sjónvarpið og borða góðan mat) er að gefa mat. Ætuhæfar gjafir (þýðing á ätbara gåvor) undanfarin ár hafa t.d. verið ýmiskonar sultur og svo hinar ómótstæðilegu súkkulaði biscotti sem ég hef núna týnt uppskriftinni að.
Gerði marmelaði í dag og mikið rosalega var það vel heppnað, þó ég segi sjálf frá ;), og mun barnapían mín og samstarfsfólk mitt fá þetta í jólagjöf frá mér. Lucky them. Alveg meinhollt líka því þetta er algjör vítamínsprengja (engifer + gulrætur!).
Apríkósu og gulrótarmarmelaði með engifer og kanil
(úr desemberútgáfu Coop uppskriftabæklingsins)
6,5 dl sykur
5 dl vatn
4 gulrætur (350 g) rifnar gróft á rifjárni
250 g þurrkaðar apríkósur, fínstrimlaðar (ég keyrði þær í matreiðsluvél til að fá þær grófsaxaðar frekar en fínstrimlaðar...)
2 kanilstangir
cirka 2 msk ferskur engifer, skorin í þunnar ræmur (sömuleiðis saxaði ég þetta frekar en fínstrimla, þ.e.a.s skar í örþunnar sneiðar og grófsaxaði svo)
0,5 dl Certo ávaxtapektín (græn skrýtin flaska af fljótandi pektíni)
Sjóða saman sykur og vatn í stórum potti þartil 1/3 av sykurvökvanum hefur soðið upp/saman. (ég mældi einfaldlega vökvann um leið og sykurinn hafði bráðnað vel í vatnið og mældi svo reglulega aftur og aftur þartil ég var sannfærð um að 1/3 hafði farið... við svona sultu og marmelaðigerð er alveg lykilatriði að vökvahlutfallið við bragðefnin, í þessu tilfelli gulræturnar og apríkósurnar, sé rétt miðað við uppskriftina).
Blanda svo við vökvann í pottinum apríkósurnar, gulræturnar og kanilinn og leyfa að sjóða í 10 mín. Hræra í pottinum af og til.
Hræra svo við þetta pektínið og leyfa því að sjóða 1 mín. Hræra kröftulega svo allt blandist vel saman og taka af hitanum. Setja strax í krukkur og lokið á. Geyma á köldum stað.
Wednesday, December 12, 2007
Saturday, December 08, 2007
Smákökubaksturinn heldur áfram; Smákökur með Nóa lakkrískurli
Það er sko ekki desember nema ég baki Rúsínuhaframjölskökurnar "mínar" og það gerði ég í dag. Prófaði líka smákökuuppskrift úr Nóasúkkulaðibæklingnum frá því 2006. Ansi mikið góðar líka. Afrakstur dagsins verður svo vonandi étin upp á jólaglöggi Íslendingafélagsins á morgun.
Eitt sem ég get ekki annað en mælt með þegar gera á smákökur er að setja á sig einnota plasthanska (til í Claes Olsson) og rúlla litlar kúlur úr deiginu eins og ef maður er að gera súkkulaðitrufflur og fletja svo út á bökunarpappírnum. Verða voða fallegar smákökur með þessari aðferð og maður er sko miklu fljótari að þessu heldur en ef notaðar eru teskeiðar til að föndra með ;)
Smákökur með Nóa lakkrískurli
500 g púðursykur
250 g lint smjörlíki (ég nota alltaf smjör)
2 egg
500 g hveiti
1 tsk matarsódi
1 tsk engifer
1 tsk negull
2 tsk kanill
70 g Nóa lakkrískurl (ég notaði töluvert meira... hehe)
Hrærið púðursykur og smjör(líki)vel saman. Bætið eggjunum út í, einu í senn, og hrærið vel á milli. Síðan er þurrefnum og lakkrískurlinu bætt út í og deigið sett á bökunarpappírsklædda plötu með teskeið (nú... eða með plasthönskum!). Það getur verið fallegt að þrýsta með gaffli ofan á hverja köku til að mynda mynstur. Bakið kökurnar í miðjum ofninum við 175 gráður í 7-8 mínútur.
Eitt sem ég get ekki annað en mælt með þegar gera á smákökur er að setja á sig einnota plasthanska (til í Claes Olsson) og rúlla litlar kúlur úr deiginu eins og ef maður er að gera súkkulaðitrufflur og fletja svo út á bökunarpappírnum. Verða voða fallegar smákökur með þessari aðferð og maður er sko miklu fljótari að þessu heldur en ef notaðar eru teskeiðar til að föndra með ;)
Smákökur með Nóa lakkrískurli
500 g púðursykur
250 g lint smjörlíki (ég nota alltaf smjör)
2 egg
500 g hveiti
1 tsk matarsódi
1 tsk engifer
1 tsk negull
2 tsk kanill
70 g Nóa lakkrískurl (ég notaði töluvert meira... hehe)
Hrærið púðursykur og smjör(líki)vel saman. Bætið eggjunum út í, einu í senn, og hrærið vel á milli. Síðan er þurrefnum og lakkrískurlinu bætt út í og deigið sett á bökunarpappírsklædda plötu með teskeið (nú... eða með plasthönskum!). Það getur verið fallegt að þrýsta með gaffli ofan á hverja köku til að mynda mynstur. Bakið kökurnar í miðjum ofninum við 175 gráður í 7-8 mínútur.
Thursday, November 29, 2007
Tvennskonar jóladesertar... þar af einn óvart !
Bjó alveg óvart til überdüber jólalegan desert í gærkvöldi. Var að gera afrískan pottrétt (sem er ekki nógu ofurgóður til að ég birti uppskriftina hér) og sat uppi með 1/2 dós af létt kókosmjólk. Prófaði uppskrift sem ég hafði fengið á desertgerðarnámskeiði:
Kókospannacotta
2,5 dl rjómi
2 dl kókosmjólk (létt er í lagi)
35 g sykur
2 1/2 gelatínblað
Leggur gelatínblöðin í bleyti í köldu vatni. Setur rjóman, kókosmjólkina og sykurinn í pott og hitar við vægan hita þartil sykurinn hefur bráðnað. Tekur upp gelatínblöðin og kreistir úr þeim allan vökva. Lætur þau útí rjómakókosmjólkina og hrærir þartil allt er blandað saman. Hellir í skálar (fjöldi fer eftir hversu mikið hver og einn á að fá... ég hellti í 4 grunnar desertskálar og það passaði fínt) og setur í kæli í nokkrar klukkustundir eða þartil orðið stíft.
Svo kemur jólahlutinn:
ég afþíddi í örbylgjunni tvær góðar handfyllir af hindiberjum. Tók desertskálarnar með pannacottanu úr kæli og dýfði botninum á skálunum í heitt vatn. Þannig losnaði pannacottan frá skálinni og ég gat hvolft henni á stóran djúpan desertdisk. Ein handfylli af hindiberjum fór oní hvern disk og svo hellti ég afgangi af kirsuberjasósu (úr fernu) yfir.
Hina uppskriftina hef ég ekki prófað, enda sá ég hana bara í morgun í nýjasta Dagens Nyheter. En bara hugsunin um að borða þetta fær vatnið til að renna..... VERÐUR að prófa !
Piparkökuþeytingur með glöggmaríneruðu sítrussallati
(úr DN 29. nóvember 2007)
fyrir 6
10-15 piparkökur muldar
2,5 dl þeytirjómi.... já... þeyttur ;)
Blandað saman og geymt í kæli
4 appelsínur
2 blóðappelsínur
1 blóðgreip
1 dl hvítt glögg
4 nellikur
1 kanilstöng
Ávextinir skrældir og skornir í báta (filéaðir; skorið milli himnanna á ávextinum svo kjötið eitt verði eftir). Glöggin er hituð upp ásamt nellikunum og kanilstönginni. Hellt yfir ávextina og leyft að standa í minst 1 klst. Sítrussallatið er svo borið fram með piparkökurjómanum.
*sluuuuuurp*
Kókospannacotta
2,5 dl rjómi
2 dl kókosmjólk (létt er í lagi)
35 g sykur
2 1/2 gelatínblað
Leggur gelatínblöðin í bleyti í köldu vatni. Setur rjóman, kókosmjólkina og sykurinn í pott og hitar við vægan hita þartil sykurinn hefur bráðnað. Tekur upp gelatínblöðin og kreistir úr þeim allan vökva. Lætur þau útí rjómakókosmjólkina og hrærir þartil allt er blandað saman. Hellir í skálar (fjöldi fer eftir hversu mikið hver og einn á að fá... ég hellti í 4 grunnar desertskálar og það passaði fínt) og setur í kæli í nokkrar klukkustundir eða þartil orðið stíft.
Svo kemur jólahlutinn:
ég afþíddi í örbylgjunni tvær góðar handfyllir af hindiberjum. Tók desertskálarnar með pannacottanu úr kæli og dýfði botninum á skálunum í heitt vatn. Þannig losnaði pannacottan frá skálinni og ég gat hvolft henni á stóran djúpan desertdisk. Ein handfylli af hindiberjum fór oní hvern disk og svo hellti ég afgangi af kirsuberjasósu (úr fernu) yfir.
Hina uppskriftina hef ég ekki prófað, enda sá ég hana bara í morgun í nýjasta Dagens Nyheter. En bara hugsunin um að borða þetta fær vatnið til að renna..... VERÐUR að prófa !
Piparkökuþeytingur með glöggmaríneruðu sítrussallati
(úr DN 29. nóvember 2007)
fyrir 6
10-15 piparkökur muldar
2,5 dl þeytirjómi.... já... þeyttur ;)
Blandað saman og geymt í kæli
4 appelsínur
2 blóðappelsínur
1 blóðgreip
1 dl hvítt glögg
4 nellikur
1 kanilstöng
Ávextinir skrældir og skornir í báta (filéaðir; skorið milli himnanna á ávextinum svo kjötið eitt verði eftir). Glöggin er hituð upp ásamt nellikunum og kanilstönginni. Hellt yfir ávextina og leyft að standa í minst 1 klst. Sítrussallatið er svo borið fram með piparkökurjómanum.
*sluuuuuurp*
Monday, November 26, 2007
Mangókjötbollur - hversdags
Alltaf gott að grípa til þess að elda úr hakki svona hversdags. Ekki sakar nú ef úrkoman er fljótgerð, holl og alveg þrusugóð ! Svo er uppskriftin svo imbaheld að meira að segja elskulegur eiginmaður minn væri fær um að gera þetta án aðstoðar (hann fékk að fylgjast með og rúlla upp bollunum). Tók 20 mín að gera frá grunni !
Mangókjötbollur
(úr Allt om mat 4/2007)
f. 4 (en við vorum nú bara 2 + 1 og átum allt upp til agna)
500 g nautahakk
1 egg
2 msk mangó chutney
1/2 dl létt sýrður rjómi
1 tsk salt
Allt blandað saman og rúllað upp í cirka 20 litlar bollur. Sett í bökunarpappírsklædda ofnskúffu og eldað í 250 gráðu heitum ofni í 10-15 mínútur.
Gerð sósa úr:
2 dl létt sýrður rjómi/tyrknesk jógúrt
smá salt
2 msk (eða meir eftir smekk) mangó chutney
Borið fram með couscous og soðnu brysselkáli. Vil taka fram að brysselkálið var alveg sjúúúklega gott með þessu og átti alveg einstaklega vel við. Í upprunalegu uppskriftinni áttu einnig að vera 1 dl "sötmandel" (sætar möndlur?) en ég átti þær ekki til svo þeim var sleppt.
Mangókjötbollur
(úr Allt om mat 4/2007)
f. 4 (en við vorum nú bara 2 + 1 og átum allt upp til agna)
500 g nautahakk
1 egg
2 msk mangó chutney
1/2 dl létt sýrður rjómi
1 tsk salt
Allt blandað saman og rúllað upp í cirka 20 litlar bollur. Sett í bökunarpappírsklædda ofnskúffu og eldað í 250 gráðu heitum ofni í 10-15 mínútur.
Gerð sósa úr:
2 dl létt sýrður rjómi/tyrknesk jógúrt
smá salt
2 msk (eða meir eftir smekk) mangó chutney
Borið fram með couscous og soðnu brysselkáli. Vil taka fram að brysselkálið var alveg sjúúúklega gott með þessu og átti alveg einstaklega vel við. Í upprunalegu uppskriftinni áttu einnig að vera 1 dl "sötmandel" (sætar möndlur?) en ég átti þær ekki til svo þeim var sleppt.
Sunday, November 18, 2007
Eru jólin að nálgast ? Kaliforníudraumar og Trönuberjasmákökur
Alvarlegt smákökuheilkenni að hrjá mig þessa dagana. Mig dreymir um að gera sjö sortir fyrir jólin og fer eflaust létt með það... vandamálið er bara.... hver á að éta þetta allt saman ?!
Var búin að vera að glugga í bækur og blöð, ætlaði að bíða með þetta frammá síðustu stundu svo ég væri nú ekki bakandi einsog brjáluð húsmóðir í heilan mánuð. En í dag sprakk ég. Gat ekki meir. Tvær sortir voru testaðar í kvöld með fínum árangri:
Kaliforníudraumar, 25 stk
(úr "Sju sorters kakor")
2,5 dl brun farin (brúnn strásykur, væri eflaust hægt að nota dökkan muscavado sykur), ég reyndar minnkaði sykurmagnið niður í 1,5 dl án þess að það kæmi að sök
1 msk maizenamjöl
1 fingurklípa salt
2 eggjahvítur (notaði 3 því eggin voru svo lítil)
2 dl hakkaðar hnetur að eigin vali (notaði Pecanhnetur og hakkaði í töfrastafnum)
Eggjahvíturnar stífþeyttar og sykrinum, saltinu og maizenamjölinu blandað varlega (snúið niður) við. Hneturnar blandaðar varlega við í lokin.
Litlar valhnetustórar klípur settar á smjörpappír með tveim teskeiðum og bakað í cirka korter í 150 gráðu heitum ofni.
Trönuberjakökur með hlynsírópi, 40 stk
(úr Gestgjafanum, 12. tbl. 2003)
125 g lint smjör
100 g sykur
3 msk hlynsíróp (notaði dökkt síróp)
1 tsk vanilludropar
2 egg
150 g hveiti
1/4 tsk matarsódi
60 g þurrkuð trönuber, grófbrytjuð
Ofninn hitaður í 190 gráður. Hræra smjörið í hrærivél og hella sykrinum saman við í mjórri bunu (veit ekki afhverju... þetta er nú bara strásykur ?!). Þeyta þartil blandan er létt og ljós. Þeyta þá hlynsírópi og vanilludropum við og loks eggjunum. Blanda saman hveiti og matarsóda og hræra saman við og blanda að lokum trönuberjunum við með sleikju. Setja á pappírsklæddar bökunarblötur með teskeið og hafa gott bil á milli. Bakið efst í ofninum í 10 mín eða þartil kökurnar hafa brúnast á jöðrunum.
Var búin að vera að glugga í bækur og blöð, ætlaði að bíða með þetta frammá síðustu stundu svo ég væri nú ekki bakandi einsog brjáluð húsmóðir í heilan mánuð. En í dag sprakk ég. Gat ekki meir. Tvær sortir voru testaðar í kvöld með fínum árangri:
Kaliforníudraumar, 25 stk
(úr "Sju sorters kakor")
2,5 dl brun farin (brúnn strásykur, væri eflaust hægt að nota dökkan muscavado sykur), ég reyndar minnkaði sykurmagnið niður í 1,5 dl án þess að það kæmi að sök
1 msk maizenamjöl
1 fingurklípa salt
2 eggjahvítur (notaði 3 því eggin voru svo lítil)
2 dl hakkaðar hnetur að eigin vali (notaði Pecanhnetur og hakkaði í töfrastafnum)
Eggjahvíturnar stífþeyttar og sykrinum, saltinu og maizenamjölinu blandað varlega (snúið niður) við. Hneturnar blandaðar varlega við í lokin.
Litlar valhnetustórar klípur settar á smjörpappír með tveim teskeiðum og bakað í cirka korter í 150 gráðu heitum ofni.
Trönuberjakökur með hlynsírópi, 40 stk
(úr Gestgjafanum, 12. tbl. 2003)
125 g lint smjör
100 g sykur
3 msk hlynsíróp (notaði dökkt síróp)
1 tsk vanilludropar
2 egg
150 g hveiti
1/4 tsk matarsódi
60 g þurrkuð trönuber, grófbrytjuð
Ofninn hitaður í 190 gráður. Hræra smjörið í hrærivél og hella sykrinum saman við í mjórri bunu (veit ekki afhverju... þetta er nú bara strásykur ?!). Þeyta þartil blandan er létt og ljós. Þeyta þá hlynsírópi og vanilludropum við og loks eggjunum. Blanda saman hveiti og matarsóda og hræra saman við og blanda að lokum trönuberjunum við með sleikju. Setja á pappírsklæddar bökunarblötur með teskeið og hafa gott bil á milli. Bakið efst í ofninum í 10 mín eða þartil kökurnar hafa brúnast á jöðrunum.
Wednesday, October 31, 2007
Tvennskonar laxaábreiða
Laxaábreiða kalla ég það sem er smurt ofaná laxinn áður en hann er svo ofnbakaður við 200 gráður í 12-15 mínútur. Gerir hann alltaf alveg ferlega bragðgóðan og djúsí.
Hef gert þessar uppskriftir núna undanfarnar tvær vikur og get eiginlega ekki valið uppá milli hver sé best... þær eru báðar algjört namminamm.
Feta-ábreiða
Fetaostur mulinn og blandaður með sýrðum rjóma (hlutföllin kanski 70/30) og smá ferskum basil. Breitt ofaná laxinn og bakað í ofni. Bar fram með basic risotto.
Sítrónu-pipar-ábreiða
30 g brætt smjör
7 msk fersk brauðmylsna (tek 2 brauðsneiðar og rista léttilega, mixa í handmixer þartil orðnar að mylsnu)
fínrifin sítrónbörkur af einni sítrónu
slatti (0,5 msk) pipar
Öllu blandað saman og breitt ofaná laxinn. Ég snöggsauð ferskan aspas (1 mín í söltu vatni) og setti undir laxinn áður en hann fór inn ofninn. Nýsoðnar kartöflur og sítrónusósa (frá Kelda) en hefði mátt vera Hollandaise sósa til að gera það skv. aspasreglunum ;)
Hef gert þessar uppskriftir núna undanfarnar tvær vikur og get eiginlega ekki valið uppá milli hver sé best... þær eru báðar algjört namminamm.
Feta-ábreiða
Fetaostur mulinn og blandaður með sýrðum rjóma (hlutföllin kanski 70/30) og smá ferskum basil. Breitt ofaná laxinn og bakað í ofni. Bar fram með basic risotto.
Sítrónu-pipar-ábreiða
30 g brætt smjör
7 msk fersk brauðmylsna (tek 2 brauðsneiðar og rista léttilega, mixa í handmixer þartil orðnar að mylsnu)
fínrifin sítrónbörkur af einni sítrónu
slatti (0,5 msk) pipar
Öllu blandað saman og breitt ofaná laxinn. Ég snöggsauð ferskan aspas (1 mín í söltu vatni) og setti undir laxinn áður en hann fór inn ofninn. Nýsoðnar kartöflur og sítrónusósa (frá Kelda) en hefði mátt vera Hollandaise sósa til að gera það skv. aspasreglunum ;)
Sunday, October 14, 2007
Bláberjabollur... egg, smjör og olíulausar með hörfræjum
Nú veit ég loks (þökk sé lesenda þessa bloggs) hvað blessuðu línfræjin heita á íslensku... sumsagt hörfræ ! Þarf víst að nýta þennan poka sem ég keypti um daginn fyrir hörfræjarbollurnar (sjá uppskrift neðan) áður en hann skemmist. Ég var frædd um það í dag að það sé erfitt að geyma hörfræin lengi því það komi af þeim leiðinlegt lýsisbragð eftir lengri geymslu. Þá er um að gera að baka meira með hörfræjum í og ég gladdist alveg dæmalaust mikið þegar ég sá þessa uppskrift í nýjasta tölublaði Amelíu. Uppskriftina í sínu sænska upprunalega formi má finna hér.
Mér þætti alveg svakalega gaman ef einhver á íslandi myndi nenna að gera þessa uppskrift og prófa að nota skyr með vanillubragði í staðinn fyrir vanillu Kesella einsog upprunalega uppskriftin gerir ráð fyrir..... það er svipuð áferð í skyri og Kesella nebblega.
Léttar bláberjabollur með HÖRfræjum
Rúmlega 20 stykki
50 g ger (ferskt eða þurrger í samsvarandi)
2,5 dl léttmjólk eða undanrenna
1 dl Kesella með vanilj... / Skyr með vanillubragði
1/2 dl fljótandi hunang
1 dl ljóst síróp
1 tsk kardimomma
1 tsk salt
1/2 dl hörfræ
8 dl hveiti
Mjólkin er velgd og Kesella/Skyri bætt við. Hellt yfir gerið sem hefur verið mulið í hrærivélaskálina, hrært varlega og gerinu leyft að leysast upp. Sírópi, hunangi og kryddi bætt við. Hörfræjunum og hveitinu hrært við smám saman þar til farið að sleppa skálinni. Leyft að hefast undir viskustykki (er það ekki annars bara það sem bakdukur er?) í 30 mín.
Hnoðað með smá hveiti á borði og flatt út í rétthyrnt stykki.
1/2 dl bláber ferskt eða afþídd frosin
1 dl Vanilj-Kesella/Skyr með vanillubragði
1/2 dl kanill
1/2 dl vanillusykur (tek fram að mér fannst þetta magn bara óhemju mikið og notaði ekki nema helmingin af hvoru).
Bláberin blönduð saman við Kesellað/Skyrið og smurt varlega í miðju deigsábreiðunnar. Kanil og vanillusykri dustað yfir. Rúllað upp á langhliðinni og skorið í cirka 20 bita. Sett á bökunarpappírsklædda (eða í svona bull-form) ofnplötu. Leyft að hefast aftur í 30 mín. Ofninn hitaður á meðan í 250 gráður.
Penslaðar með 1 eggi sem hefur verið hrært saman við cirka teskeið af vatni og örlitlu salti. Skreyttar með möndlum eða perlusykri.
Bakað í 8 mín, þær taka fljótt lit svo það er gott að fylgjast VEL með tímanum.
Mér þætti alveg svakalega gaman ef einhver á íslandi myndi nenna að gera þessa uppskrift og prófa að nota skyr með vanillubragði í staðinn fyrir vanillu Kesella einsog upprunalega uppskriftin gerir ráð fyrir..... það er svipuð áferð í skyri og Kesella nebblega.
Léttar bláberjabollur með HÖRfræjum
Rúmlega 20 stykki
50 g ger (ferskt eða þurrger í samsvarandi)
2,5 dl léttmjólk eða undanrenna
1 dl Kesella með vanilj... / Skyr með vanillubragði
1/2 dl fljótandi hunang
1 dl ljóst síróp
1 tsk kardimomma
1 tsk salt
1/2 dl hörfræ
8 dl hveiti
Mjólkin er velgd og Kesella/Skyri bætt við. Hellt yfir gerið sem hefur verið mulið í hrærivélaskálina, hrært varlega og gerinu leyft að leysast upp. Sírópi, hunangi og kryddi bætt við. Hörfræjunum og hveitinu hrært við smám saman þar til farið að sleppa skálinni. Leyft að hefast undir viskustykki (er það ekki annars bara það sem bakdukur er?) í 30 mín.
Hnoðað með smá hveiti á borði og flatt út í rétthyrnt stykki.
1/2 dl bláber ferskt eða afþídd frosin
1 dl Vanilj-Kesella/Skyr með vanillubragði
1/2 dl kanill
1/2 dl vanillusykur (tek fram að mér fannst þetta magn bara óhemju mikið og notaði ekki nema helmingin af hvoru).
Bláberin blönduð saman við Kesellað/Skyrið og smurt varlega í miðju deigsábreiðunnar. Kanil og vanillusykri dustað yfir. Rúllað upp á langhliðinni og skorið í cirka 20 bita. Sett á bökunarpappírsklædda (eða í svona bull-form) ofnplötu. Leyft að hefast aftur í 30 mín. Ofninn hitaður á meðan í 250 gráður.
Penslaðar með 1 eggi sem hefur verið hrært saman við cirka teskeið af vatni og örlitlu salti. Skreyttar með möndlum eða perlusykri.
Bakað í 8 mín, þær taka fljótt lit svo það er gott að fylgjast VEL með tímanum.
Sunday, October 07, 2007
Klessukaka með perum
Kladdkaka (klessukaka) er alveg klassísk sænsk kaka. Því klessulegri því betri, borðuð með rjóma eða vanillusósu. Algjör namminamm.
Sá uppskrift að þessari í sunnudagsblaði Dagens Nyheter og sá um leið að þessa yrði ég að prófa ! Varð ekki fyrir vonbrigðum, við sitjum hérna með fulla malla ;)
Klessukaka með kardimommuperum
4 meðalstórar eða 6 litlar perur af harðri gerð.
4 dl sætt vín (Madeira, sherrí, púrtvín eða jafnvel jólaglögg)
1,5 tsk steyttar kardimommur
(0,5 dl sykur ef vínið er ósætt)
Perurnar afhýddar en hafðar heilar. Settar í pott með víninu og kardimommunum og látið sjóða við hægan hita í 10 mínútur. Leyft að kólna í pottinum og síðan teknar upp úr og skorið til helmings. Kjarninn og það fjarlægt varlega úr og perurnar settar með skurðhliðina niður í kökuformið (best er að setja bökunarpappír í botninn fyrst).
200 g smjör, brætt
4 dl sykur (má gjarnan minka það magn um heilan dl)
4 egg
300 g hveiti
1 dl kakó
1 msk vanillusykur
örlítið salt
Eggjum og sykri blandað saman og því næst bætt við bráðnu smjörinu. Öllu hinu blandað saman í skál og að lokum eggjasykurssmjörblöndunni. Deiginu er smurt yfir perurnar og bakað við 200 gráður í 15 mínútur.
Kemur flott út að snúa kökunni "öfugt" á kökufatinu svo að perurnar sjáist.
Sá uppskrift að þessari í sunnudagsblaði Dagens Nyheter og sá um leið að þessa yrði ég að prófa ! Varð ekki fyrir vonbrigðum, við sitjum hérna með fulla malla ;)
Klessukaka með kardimommuperum
4 meðalstórar eða 6 litlar perur af harðri gerð.
4 dl sætt vín (Madeira, sherrí, púrtvín eða jafnvel jólaglögg)
1,5 tsk steyttar kardimommur
(0,5 dl sykur ef vínið er ósætt)
Perurnar afhýddar en hafðar heilar. Settar í pott með víninu og kardimommunum og látið sjóða við hægan hita í 10 mínútur. Leyft að kólna í pottinum og síðan teknar upp úr og skorið til helmings. Kjarninn og það fjarlægt varlega úr og perurnar settar með skurðhliðina niður í kökuformið (best er að setja bökunarpappír í botninn fyrst).
200 g smjör, brætt
4 dl sykur (má gjarnan minka það magn um heilan dl)
4 egg
300 g hveiti
1 dl kakó
1 msk vanillusykur
örlítið salt
Eggjum og sykri blandað saman og því næst bætt við bráðnu smjörinu. Öllu hinu blandað saman í skál og að lokum eggjasykurssmjörblöndunni. Deiginu er smurt yfir perurnar og bakað við 200 gráður í 15 mínútur.
Kemur flott út að snúa kökunni "öfugt" á kökufatinu svo að perurnar sjáist.
Wednesday, September 19, 2007
Brauðbollur með línfræjum .... meinhollar og æði góðar
Ég var allt í einu að átta mig á því að ég veit ekki hvað "linfrö" er á íslensku ! Línfræ ? Á ensku er það víst flaxseed en það færir mig nú engu nær ylhýra móðurmálinu.
Allavegana er þetta megafræ alveg meinhollt. Á að koma balans á magastarfsemina auk þess sem það inniheldur góða fitu einsog Omega-3.
Var að baka brauðbollur um daginn og þá fannst mér allar uppskriftir vera ansi mikið einsleitar. Bara mismunandi magn af allskyns hveititegundum, ger, vökvi, fita (smjör eða olía), sykur og salt. Ekki spennandi. Svo sami prósessinn með að hnoða, lyfta, móta, lyfta og baka. Árangurinn náttlega oftast alveg hreint ágætur og þá sérstaklega meðan brauðbollurnar eru heitar en verða svo óspennandi fljótlega uppúr því.
En svo.....
svo fann ég línfræjabrauðbollurnar sem heltóku hjarta mitt og mallagat. Bollurnar eru bara með góðum fitum (olíu og línfræjum) og algjörlega sykurlausar. Ég notaði staðlaða lyftingaraðferðina en uppskriftaeigendurnir/hönnuðurnir á Tasteline.com mæla líka með því að maður hnoði, láti lyftast í hálftíma, móti svo í brauðbollur og geymi inn í ísskáp yfir nótt. Láti hæglyftast þar. Svo er bara að baka að morgni dags meðan kaffið bruggast og voila ! :)
Línfræjabrauðbollur
12 stk
(af http://www.tasteline.com/)
3 dl mjólk, hituð þartil vel volg
1 msk olía
1 tsk salt
25 g ger
0,5 dl hveitiklíð (notaði reyndar einhverja aðra grófa korntegund með góðum árangri)
0,5 dl línfræ
7 dl hveiti
Þurrefnum blandað saman (nema kannski örlitlu hveiti sem er geymt til að minnka/auka eftir því hvernig deigið myndast í hrærivélinni) og olíunni og volgri/heitri mjólkinni hellt út í. Hnoðað þar til deigið er orðið tilbúið. Látið lyfta sér í a.m.k. hálftíma.
Þarf ekki að hnoða meira heldur er mótuð rúlla og skornar út 12 bollur. Þeim raðað á ofnskúffu með 1cm millibili svo þær myndi "brytbröd" eftir baksturinn. Þ.e. að þær festist rétt saman á hliðunum.
Aftur látnar hefast í a.m.k. hálftíma og svo penslaðar með mjólk. Bakast við 250 gráður í 15 mín.
Allavegana er þetta megafræ alveg meinhollt. Á að koma balans á magastarfsemina auk þess sem það inniheldur góða fitu einsog Omega-3.
Var að baka brauðbollur um daginn og þá fannst mér allar uppskriftir vera ansi mikið einsleitar. Bara mismunandi magn af allskyns hveititegundum, ger, vökvi, fita (smjör eða olía), sykur og salt. Ekki spennandi. Svo sami prósessinn með að hnoða, lyfta, móta, lyfta og baka. Árangurinn náttlega oftast alveg hreint ágætur og þá sérstaklega meðan brauðbollurnar eru heitar en verða svo óspennandi fljótlega uppúr því.
En svo.....
svo fann ég línfræjabrauðbollurnar sem heltóku hjarta mitt og mallagat. Bollurnar eru bara með góðum fitum (olíu og línfræjum) og algjörlega sykurlausar. Ég notaði staðlaða lyftingaraðferðina en uppskriftaeigendurnir/hönnuðurnir á Tasteline.com mæla líka með því að maður hnoði, láti lyftast í hálftíma, móti svo í brauðbollur og geymi inn í ísskáp yfir nótt. Láti hæglyftast þar. Svo er bara að baka að morgni dags meðan kaffið bruggast og voila ! :)
Línfræjabrauðbollur
12 stk
(af http://www.tasteline.com/)
3 dl mjólk, hituð þartil vel volg
1 msk olía
1 tsk salt
25 g ger
0,5 dl hveitiklíð (notaði reyndar einhverja aðra grófa korntegund með góðum árangri)
0,5 dl línfræ
7 dl hveiti
Þurrefnum blandað saman (nema kannski örlitlu hveiti sem er geymt til að minnka/auka eftir því hvernig deigið myndast í hrærivélinni) og olíunni og volgri/heitri mjólkinni hellt út í. Hnoðað þar til deigið er orðið tilbúið. Látið lyfta sér í a.m.k. hálftíma.
Þarf ekki að hnoða meira heldur er mótuð rúlla og skornar út 12 bollur. Þeim raðað á ofnskúffu með 1cm millibili svo þær myndi "brytbröd" eftir baksturinn. Þ.e. að þær festist rétt saman á hliðunum.
Aftur látnar hefast í a.m.k. hálftíma og svo penslaðar með mjólk. Bakast við 250 gráður í 15 mín.
Sunday, September 02, 2007
Imbaheldar "kebabbollur"
Sænsku klassísku kjötbollurnar eru vinsælar á þessu heimili. Hilmir étur á við tvo fullorðna. Bara brúnasósudæmið og kartöflumúsin sem gera blessuðu bollurnar frekar mikið boring. Ég var þess vegna frekar mikið fegin þegar ég rakst á þessa uppskrift í Good Food blaðinu.
Svo einfaldar og imbaheldar að það tekur því ekki að setja upp einsog alvör uppskrift ;)
1 lítill pakki tilbúnar kjötbollur
2 msk mulið cuminkrydd
1 msk mulið kóríanderkrydd
smekk magn af chillídufti (mér finnst sterkt gott!)
ferskt kóríander, saxað
rauðlaukur í "bátum"
Kjötbollurnar eru rúllaðar uppúr fyrst þurra kryddinu og svo ferska kóríanderinu. Þræddar uppá grillspjót ásamt rauðlauksbátum (á hvert spjót passar að setja 5-6 bollur og 2 rauðlauksbáta). Penslað með olíu og grillað, helst á útigrilli annars á grillpönnu eða ofni nokkrar mínútur.
Bollurnar, laukurinn og ferskt grænmeti að eigin vali er svo sett í heitt pítubrauð. Tzatsíki sósa passar perfect með þessu (grísk gúrkusósa), hægt að kaupa tilbúið útí búð.
15 mínútna matargerð í sínu besta !
Svo einfaldar og imbaheldar að það tekur því ekki að setja upp einsog alvör uppskrift ;)
1 lítill pakki tilbúnar kjötbollur
2 msk mulið cuminkrydd
1 msk mulið kóríanderkrydd
smekk magn af chillídufti (mér finnst sterkt gott!)
ferskt kóríander, saxað
rauðlaukur í "bátum"
Kjötbollurnar eru rúllaðar uppúr fyrst þurra kryddinu og svo ferska kóríanderinu. Þræddar uppá grillspjót ásamt rauðlauksbátum (á hvert spjót passar að setja 5-6 bollur og 2 rauðlauksbáta). Penslað með olíu og grillað, helst á útigrilli annars á grillpönnu eða ofni nokkrar mínútur.
Bollurnar, laukurinn og ferskt grænmeti að eigin vali er svo sett í heitt pítubrauð. Tzatsíki sósa passar perfect með þessu (grísk gúrkusósa), hægt að kaupa tilbúið útí búð.
15 mínútna matargerð í sínu besta !
Thursday, August 09, 2007
Lax með mangósalsa....
Smá óvenjulegt innlegg hjá mér því ég ætla ekki að skrifa upp (með eigin breytingum) uppskriftina heldur bara linka beint í hana á mbl.is !
Ástæðan er náttlega einföld, það þarf hvorki að þýða uppskriftina né staðfæra eins og ég geri oftast enda elda ég mest uppúr sænskum og enskum kokkabókum og blöðum.
Ég reyndar grillaði laxinn í staðinn fyrir að steikja enda finnst mér það auðveldara að skella bara í grillklemmuna og henda á grillið.
Til að auðvelda enn frekar notaði ég frosið mangó sem fæst hér í Svíaríki. Á alltaf poka inní frysti því mangóinn er misdýr og misþroskaður þegar maður ætlar að nota hann. Fyrir utan það að maður losnar við að baukast við ávöxtinn til að fá þetta litla kjöt sem á honum er.
Lax með mangósalsa og jógúrtsósu
Ástæðan er náttlega einföld, það þarf hvorki að þýða uppskriftina né staðfæra eins og ég geri oftast enda elda ég mest uppúr sænskum og enskum kokkabókum og blöðum.
Ég reyndar grillaði laxinn í staðinn fyrir að steikja enda finnst mér það auðveldara að skella bara í grillklemmuna og henda á grillið.
Til að auðvelda enn frekar notaði ég frosið mangó sem fæst hér í Svíaríki. Á alltaf poka inní frysti því mangóinn er misdýr og misþroskaður þegar maður ætlar að nota hann. Fyrir utan það að maður losnar við að baukast við ávöxtinn til að fá þetta litla kjöt sem á honum er.
Lax með mangósalsa og jógúrtsósu
Ástríðuávaxtatríffle
Hef ekki áður prófað að nota ferska ástríðuávexti til matar(desert/köku)gerðar. Þessir ávextir eru ekki beint girnilegir heldur. Einsog uppþornað avókadó en inní leynist voða góður fræfylltur ávaxtakjötssafi.
Gerði umræddan desert strax eftir matinn og var ekki nema 10 mín að raða þessu saman. Geymist í ísskáp í 1 sólarhring svo þetta er alveg einhvað sem maður getur dundað sér við að gera áður en gestirnir koma og skella svo á borðið eftir matinn.
Ástríðuávaxtatríffle
staðfært uppúr Good Food blaði
fyrir 6
6 stk ástríðuávextir
safi úr 1 appelsínu
1 dolla mascarpone ostur (200-250g)
50 g sykur
1 tsk vanilluessence (eða bara vanilludropar)
2 dl rjómi, þeyttur
1 sandkaka/hvítur botn/"sockerkaka" keypt úr búð
3 ferskjur, skornar í báta
Ástríðuávaxtakjötinu og appelsínusafanum blandað saman.
Mascarponeostinum, sykrinum, og vanilluessencinu/dropunum hrært saman þartil slétt. Blandað léttilega (ekki hraðhræra!) saman við þeytta rjómann.
Kakan er skorin í bita og helmingnum af henni er raðað í botninn á djúpri skál. Ef skálin er glær er það ekki verra því þetta verður fallegt á að líta!
Ástríðu/appelsínusafinn er notaður til að bleyta aðeins uppí kökunni á botninum og ferskjubitum raðað yfir. Svo er helmingi af mascarponerjómablöndunni dreift yfir. Aftur sett lag af köku oná þetta, bleytt upp með safa, ferskjubitar og rjómablöndu. Oná er svo dreift ferskjubitum og afganginum af safanum.
Gerði umræddan desert strax eftir matinn og var ekki nema 10 mín að raða þessu saman. Geymist í ísskáp í 1 sólarhring svo þetta er alveg einhvað sem maður getur dundað sér við að gera áður en gestirnir koma og skella svo á borðið eftir matinn.
Ástríðuávaxtatríffle
staðfært uppúr Good Food blaði
fyrir 6
6 stk ástríðuávextir
safi úr 1 appelsínu
1 dolla mascarpone ostur (200-250g)
50 g sykur
1 tsk vanilluessence (eða bara vanilludropar)
2 dl rjómi, þeyttur
1 sandkaka/hvítur botn/"sockerkaka" keypt úr búð
3 ferskjur, skornar í báta
Ástríðuávaxtakjötinu og appelsínusafanum blandað saman.
Mascarponeostinum, sykrinum, og vanilluessencinu/dropunum hrært saman þartil slétt. Blandað léttilega (ekki hraðhræra!) saman við þeytta rjómann.
Kakan er skorin í bita og helmingnum af henni er raðað í botninn á djúpri skál. Ef skálin er glær er það ekki verra því þetta verður fallegt á að líta!
Ástríðu/appelsínusafinn er notaður til að bleyta aðeins uppí kökunni á botninum og ferskjubitum raðað yfir. Svo er helmingi af mascarponerjómablöndunni dreift yfir. Aftur sett lag af köku oná þetta, bleytt upp með safa, ferskjubitar og rjómablöndu. Oná er svo dreift ferskjubitum og afganginum af safanum.
Tuesday, July 17, 2007
Kjúklingasalat með borlottibaunum
Klikkar ekki að hafa smá frískandi ávexti í matarmiklu salati. Eftirfarandi var étið með bestu lyst í gærkvöldi;
Kjúklingasalat með borlottibaunum
(úr Lagalätt)
4 kjúklingabringur, skornar í hæfilega stóra teninga og steiktir á pönnu ásamt smá hvítlauk (1-2 rif, kramin), rósmarín, salti og pipar.
1 Romainesalathaus, rifin í bita
1 rauðlaukur, þunnt sneiddur
2 avocado, skorin í teninga
2 dósir af tilbúnum, soðnum Borlottibaunum, skolaðar og látnar renna vel af
2 appelsínur "úrbeinaðar" (hýðið skorið utan af heillri appelsínu og bátarnir skornir úr hver fyrir sig), passa uppá að safna saman safanum í skál og kreista vel úr því sem eftir verður af appelsínunni þegar bátarnir hafa verið skornir úr.
Appelsínusafinn sem eftir verður er blandaður saman við 1-2 msk olíu, salt og pipar. Þetta er notað sem dressing á salatið og hellt yfir.
Kjúklingasalat með borlottibaunum
(úr Lagalätt)
4 kjúklingabringur, skornar í hæfilega stóra teninga og steiktir á pönnu ásamt smá hvítlauk (1-2 rif, kramin), rósmarín, salti og pipar.
1 Romainesalathaus, rifin í bita
1 rauðlaukur, þunnt sneiddur
2 avocado, skorin í teninga
2 dósir af tilbúnum, soðnum Borlottibaunum, skolaðar og látnar renna vel af
2 appelsínur "úrbeinaðar" (hýðið skorið utan af heillri appelsínu og bátarnir skornir úr hver fyrir sig), passa uppá að safna saman safanum í skál og kreista vel úr því sem eftir verður af appelsínunni þegar bátarnir hafa verið skornir úr.
Appelsínusafinn sem eftir verður er blandaður saman við 1-2 msk olíu, salt og pipar. Þetta er notað sem dressing á salatið og hellt yfir.
Thursday, May 10, 2007
Sumarbústaðarkaka (barnvæn)
Við Hilmir bökuðum saman um daginn. Hann fékk aaaalveg sjálfur að setja frosnu berin í kökuna. Mér fannst þessi algjör snilld og ætti að henta vel þegar maður hefur ekki öll eldhúsáhöldin sín einsog t.d. hrærivélina.
Sumbókaka
(stílfærð uppúr LagaLätt)
75 g smjör
2 dl sykur
2 dl hveiti
1 tsk lyftiduft eða bakpulver
1 tsk vanillusykur
2 egg
1 pakki frosin ber að eigin vali (upphaflega uppskriftin segir "hallon" en ég var með blöndu af því og "björnbär" og það kom vel út líka... held það meigi í raun setja hvaða ber sem er í þetta en frosin verða þau að vera)
Smjörið brætt í potti og látið kólna. Þurrefnum og eggjum bætt við útí pottinn og hrært saman. Deigið sett í hringlaga form (sem búið er að smyrja og hrista smá brauðmylsnu í). Frosnu berunum drussað frjálslega oní degið og sett í ofn, 175 gráðu heitan og bakað í 45 mín.
Má gjarnan bera fram með ís eða þeyttum rjóma....
UPDATE !
Fann aðra útgáfu af sömu laufléttu kökuuppskrift.... og sú er með rabbabara (nýjasta uppáhaldið mitt!).
Sama aðferð með að gera grunndegið;
100 gr smjör brætt í potti, látið kólna og svo bætt við ...
2 dl sykur
2 egg
2 dl hveiti
1 tsk bakpulver/lyftiduft
100 gr rabbabari er skorin í sneiðar og vellt uppúr/með 1 tsk kartöflumjöli.
Degið látið í form, rabbabarinn ofaná og rifinn 100gr möndlumassi þar ofaná. Bakað í ofni við 175 gráður í 20-30 mín.
Sumbókaka
(stílfærð uppúr LagaLätt)
75 g smjör
2 dl sykur
2 dl hveiti
1 tsk lyftiduft eða bakpulver
1 tsk vanillusykur
2 egg
1 pakki frosin ber að eigin vali (upphaflega uppskriftin segir "hallon" en ég var með blöndu af því og "björnbär" og það kom vel út líka... held það meigi í raun setja hvaða ber sem er í þetta en frosin verða þau að vera)
Smjörið brætt í potti og látið kólna. Þurrefnum og eggjum bætt við útí pottinn og hrært saman. Deigið sett í hringlaga form (sem búið er að smyrja og hrista smá brauðmylsnu í). Frosnu berunum drussað frjálslega oní degið og sett í ofn, 175 gráðu heitan og bakað í 45 mín.
Má gjarnan bera fram með ís eða þeyttum rjóma....
UPDATE !
Fann aðra útgáfu af sömu laufléttu kökuuppskrift.... og sú er með rabbabara (nýjasta uppáhaldið mitt!).
Sama aðferð með að gera grunndegið;
100 gr smjör brætt í potti, látið kólna og svo bætt við ...
2 dl sykur
2 egg
2 dl hveiti
1 tsk bakpulver/lyftiduft
100 gr rabbabari er skorin í sneiðar og vellt uppúr/með 1 tsk kartöflumjöli.
Degið látið í form, rabbabarinn ofaná og rifinn 100gr möndlumassi þar ofaná. Bakað í ofni við 175 gráður í 20-30 mín.
Tómatakaka
Þessi kaka fer víst einsog sinueldur um Bandaríkin núna.... þetta er svona "öðruvísi" kaka í ætt við gulrótarkökuna. Grænmeti í kökum er alltaf dáldið spes.
Tómatakaka
(úr Allt för föräldrar blaði)
100 g mjúkt smjör
2 1/2 dl púðursykur eða brun farin
3 egg
3 dl tómataMAUK/puré í dós (kallast "passata" á ítölsku tómatdósunum)
5 dl hveiti
1/2 msk bikarbonat
ponsulítið múskat, malið
ponsu malin nejlika
1 tsk malinn kanill
100 g valhnetur
Smyrjið hringlaga form með smjöri. Hrærið smjörið og sykurinn vel saman. Bætið við eggjunum einu og einu í einu. Tómatamaukinu er svo bætt við og loks þurrefnunum. Hakkið hneturnar gróflega og bætið við í deigið.
Hellt í formið og bakað í neðri hluta ofnsins við 175 gráður í 45-50 mín. Látið kólna alveg.
Í upphaflegu uppskriftinni átti maður að skera kökuna í tvennt og setja appelsínumarmelaði á milli en mér fannst það algjör óþarfi. Kakan festist ekki saman aftur með marmelaðinu einhvernvegin. Og munurinn á bragði var ekkert stórkostlegur. Hinvegar var kremið megagott.
Þegar hún hefur kólnað er sumsagt kreminu bætt ofaná.
Kremið samanstendur af;
300 g rjómaostur
1 dl appelsínumarmelaði.
Tómatakaka
(úr Allt för föräldrar blaði)
100 g mjúkt smjör
2 1/2 dl púðursykur eða brun farin
3 egg
3 dl tómataMAUK/puré í dós (kallast "passata" á ítölsku tómatdósunum)
5 dl hveiti
1/2 msk bikarbonat
ponsulítið múskat, malið
ponsu malin nejlika
1 tsk malinn kanill
100 g valhnetur
Smyrjið hringlaga form með smjöri. Hrærið smjörið og sykurinn vel saman. Bætið við eggjunum einu og einu í einu. Tómatamaukinu er svo bætt við og loks þurrefnunum. Hakkið hneturnar gróflega og bætið við í deigið.
Hellt í formið og bakað í neðri hluta ofnsins við 175 gráður í 45-50 mín. Látið kólna alveg.
Í upphaflegu uppskriftinni átti maður að skera kökuna í tvennt og setja appelsínumarmelaði á milli en mér fannst það algjör óþarfi. Kakan festist ekki saman aftur með marmelaðinu einhvernvegin. Og munurinn á bragði var ekkert stórkostlegur. Hinvegar var kremið megagott.
Þegar hún hefur kólnað er sumsagt kreminu bætt ofaná.
Kremið samanstendur af;
300 g rjómaostur
1 dl appelsínumarmelaði.
Kjúklingabaka (hversdags)
Endurvann þessa uppskrift frjálslega úr Good Food blaði (06/2005). Kom mér á óvart hvað það var fljótlegt að gera þetta og miðað við frekar fá hráefni varð þetta ofboðslega ljúffengt.
Kjúklingabaka
3 kjúklingafilé, skorin í hæfilega stóra bita (2 munnbitar hver biti cirka)
100 g frosið, blandað grænmeti. Ég notaði bland af mínígulrótum og harricot verts
100 g aspas. Þetta var líka frosið hjá mér. Góður frosni Findus aspasinn.
1 poki babyspínat
1 dl sýrður rjómi
1 pakki (80 g) proscuttio skinka, skorin í hæfilega bita (í þrennt nægir mér)
3 ferskar brauðsneiðar blitzaðar/muldar svo úr verði fersk brauðmylsna
Kjúllabitarnir eru settir í eldfast mót og kannski 1 msk af (fljótandi er best) smjöri dripplað yfir. Hitað undir grillinu á ofninum í nokkrar mínútur þartil farið að taka lit og orðið nokkuð gegnumeldað.
Grænmetið sett allt saman (þarf ekki að afþíða þetta frosna áður en þetta er gert) í skál og sjóðandi vatni hellt yfir. Lok sett á skálina eða plast til að einangra og leyft að standa í nokkrar mínútur. Vatninu hellt af.
Þegar kjúllinn er tilbúin er grænmetinu, skínkunni og sýrða rjómanum bætt við oní eldfasta mótið og kryddað eftir smekk með salt og pipar. Fersku brauðmylsnunni drussað yfir og smá smjöri eða olíu dripplað yfir það. Sett aftur inní ofn þartil brauðmylsnan hefur tekið lit og allt hitnað í gegn (cirka 200 gráður í 15 mín).
Mér fannst engin þörf á að hafa kartöflur eða hrísgrjón með þessum rétt. Stendur alveg fyrir sínu eins og hann er með öllu góða grænmetinu og "crustinu" sem myndast af fersku brauðmylsuninni ofaná.
Kjúklingabaka
3 kjúklingafilé, skorin í hæfilega stóra bita (2 munnbitar hver biti cirka)
100 g frosið, blandað grænmeti. Ég notaði bland af mínígulrótum og harricot verts
100 g aspas. Þetta var líka frosið hjá mér. Góður frosni Findus aspasinn.
1 poki babyspínat
1 dl sýrður rjómi
1 pakki (80 g) proscuttio skinka, skorin í hæfilega bita (í þrennt nægir mér)
3 ferskar brauðsneiðar blitzaðar/muldar svo úr verði fersk brauðmylsna
Kjúllabitarnir eru settir í eldfast mót og kannski 1 msk af (fljótandi er best) smjöri dripplað yfir. Hitað undir grillinu á ofninum í nokkrar mínútur þartil farið að taka lit og orðið nokkuð gegnumeldað.
Grænmetið sett allt saman (þarf ekki að afþíða þetta frosna áður en þetta er gert) í skál og sjóðandi vatni hellt yfir. Lok sett á skálina eða plast til að einangra og leyft að standa í nokkrar mínútur. Vatninu hellt af.
Þegar kjúllinn er tilbúin er grænmetinu, skínkunni og sýrða rjómanum bætt við oní eldfasta mótið og kryddað eftir smekk með salt og pipar. Fersku brauðmylsnunni drussað yfir og smá smjöri eða olíu dripplað yfir það. Sett aftur inní ofn þartil brauðmylsnan hefur tekið lit og allt hitnað í gegn (cirka 200 gráður í 15 mín).
Mér fannst engin þörf á að hafa kartöflur eða hrísgrjón með þessum rétt. Stendur alveg fyrir sínu eins og hann er með öllu góða grænmetinu og "crustinu" sem myndast af fersku brauðmylsuninni ofaná.
Friday, April 13, 2007
Tíramísú, svindlútgáfan
Ég birti þessa uppskrift til heiðurs Hrönn vinkonu sem gerir besta tíramísú í heiminum. Rakst á uppskrift í nýjustu uppkriftabókinni minni að 20 mínútna svindltíramísúi og bara varð að gá hvort það stæðist bragðkröfur okkar Ingó. Sem það gerði vissulega.
Í venjulegu tíramísúi er oftast bæði mascarponeostur og eggjarauður. Í þessu er hvorugt. Þarf ekkert endilega að standa í fleiri klukkustundir inní ísskáp. Og er drullufljótlegt.
Svindltíramísú
fyrir 2 gráðuga fullorðna eða 6 pena og kurteisa ;)
1 askja létt rjómaostur (Philadelphia)
1,5 dl þeytirjómi
3-4 msk sykur (upprunalega uppskriftin sagði 5 en það var ofaukið að mínu mati)
Þetta þrennt þeytt saman þartil hæfilega stíft
Instantkaffi gjört og kælt.
Þunnt lag af rjómaostablöndunni er sett í hæfilega stórt form. Botninn á tíramísúkexinu (kallast ladyfingers) er dýft í kaffið og raðað í formið. Svo eru gerð svona lög af kexi og rjómaosti til víxls. Látið standa í kæli þartil á að bera fram og kakódufti er dustað yfir rétt í blálokin.
Í venjulegu tíramísúi er oftast bæði mascarponeostur og eggjarauður. Í þessu er hvorugt. Þarf ekkert endilega að standa í fleiri klukkustundir inní ísskáp. Og er drullufljótlegt.
Svindltíramísú
fyrir 2 gráðuga fullorðna eða 6 pena og kurteisa ;)
1 askja létt rjómaostur (Philadelphia)
1,5 dl þeytirjómi
3-4 msk sykur (upprunalega uppskriftin sagði 5 en það var ofaukið að mínu mati)
Þetta þrennt þeytt saman þartil hæfilega stíft
Instantkaffi gjört og kælt.
Þunnt lag af rjómaostablöndunni er sett í hæfilega stórt form. Botninn á tíramísúkexinu (kallast ladyfingers) er dýft í kaffið og raðað í formið. Svo eru gerð svona lög af kexi og rjómaosti til víxls. Látið standa í kæli þartil á að bera fram og kakódufti er dustað yfir rétt í blálokin.
Monday, March 05, 2007
Lambahakk með indversku ívafi
Lambahakk er að mínu mati (eins og ég hef áður nefnt) töluvert betra en nautahakk. Bragðmeira einhvernvegin og ofboðslega gott í allskyns indverska rétti.
Þessi uppskrift birtist í Svenska Dagbladet en kemur víst upprunalega af www.tasteline.com
Ekki mikið af hráefnum í réttinum en hann kom alveg hressilega á óvart og einsog venjulega át litli grallarinn á sig gat ;)
Lambahak með indversku ívafi
f. fjóra
4-500 gr lambahakk
2 dl búlgur eða cous cous, eldað skv. leiðbeiningum á pakkanum
1/2 blómkálshaus, bútaður niður í litla vendi
2 gulrætur skornar í þunnar sneiðar
2 dl sneiddur púrrlaukur
2 msk smjör
2 tsk Garam Masala
1 tsk gurkemeja (Turmerick)
Salt og pipar
Hakkið steikt á pönnu uppúr smjöri og kryddað með Garam Masala og Gurkemeja. Grænmetinu bætt við, saltað og piprað og leyft að malla með loki á í 5 mín eða þartil grænmetið er hæfilega eldað að smekk (sumir vilja meira crunchy og þá er bara að minnka eldunartímann). Couscousið/Bulgurinn bætt við útá pönnuna.
Jógúrtsósa
2 dl matreiðslujógúrt eða önnur hrein jógúrt
1 (eða fleiri) hvítlauksrif
2 tsk fersk hökkuð mynta
Allt blandað saman og geymt í ísskáp þartil aðalrétturinn er tilbúin.
Borið fram með ferskum kóríander stráðum yfir og með jógúrtsósuslettu á hverju disk.
Þessi uppskrift birtist í Svenska Dagbladet en kemur víst upprunalega af www.tasteline.com
Ekki mikið af hráefnum í réttinum en hann kom alveg hressilega á óvart og einsog venjulega át litli grallarinn á sig gat ;)
Lambahak með indversku ívafi
f. fjóra
4-500 gr lambahakk
2 dl búlgur eða cous cous, eldað skv. leiðbeiningum á pakkanum
1/2 blómkálshaus, bútaður niður í litla vendi
2 gulrætur skornar í þunnar sneiðar
2 dl sneiddur púrrlaukur
2 msk smjör
2 tsk Garam Masala
1 tsk gurkemeja (Turmerick)
Salt og pipar
Hakkið steikt á pönnu uppúr smjöri og kryddað með Garam Masala og Gurkemeja. Grænmetinu bætt við, saltað og piprað og leyft að malla með loki á í 5 mín eða þartil grænmetið er hæfilega eldað að smekk (sumir vilja meira crunchy og þá er bara að minnka eldunartímann). Couscousið/Bulgurinn bætt við útá pönnuna.
Jógúrtsósa
2 dl matreiðslujógúrt eða önnur hrein jógúrt
1 (eða fleiri) hvítlauksrif
2 tsk fersk hökkuð mynta
Allt blandað saman og geymt í ísskáp þartil aðalrétturinn er tilbúin.
Borið fram með ferskum kóríander stráðum yfir og með jógúrtsósuslettu á hverju disk.
Tuesday, January 02, 2007
For- og eftirréttur gamlárskvölds
Þessir tveir réttir voru svo últrasúpergóðir að ég bara VERÐ að pósta þeim upp hingað. Verst að ég náði ekki að taka myndir af herlegheitunum. Var algjört "oooohhh" sem endaði á "mmmmm". Verður endurtekið í næsta fínfína matarboði.
Hörpuskelfiskur með klementínum
(úr Good Food, jan 05)
f. 4
9 klementínur
2 msk brandy/koníak
örlítið af sykri
smá olía og klípa af smjöri
12 snyrtir hörpuskelfiskar (vöðvinn fjarlægður)
graslaukur til að skreyta með
4 msk þeytirjómi
4 msk mæjónes
sítrónusafi eftir smekk
Undirbúið klementínurnar fyrst; afhýðið þær og skerið svo hvert "lauf" út fyrir sig. Best er að gera þetta yfir skál svo enginn safi fari til spillis. Í lokin eiga 12 heil lauf að vera tilbúin. Geymdar í lokuðu íláti í kæli þartil bera á frammá borð.
Kreistið safan af restinni af klementínunum í skálina. Hitið stóra pönnu og sjóðið niður safann ásamt áfenginu og örlitlum sykri. Vökvinn á að verða sírópskenndur. Geymdur í kæli.
Rjóminn í sósuna er þeyttur og blandað við mæjónesið. Smakkað til með sítrónusafa og kryddið örlítið með salti og pipar. Sósan á að vera þykk. Kælt.
Þetta má allt saman gera með góðum fyrirvara fyrr um daginn.
Rétt áður en bera á fram réttinn er panna hituð, olía og smjör sett á og hörpuskelin steikt. Snúið skelfisknum bara einu sinni á pönnunni, ætti að vera samtals 3 mín samtals á pönnunni eða þartil báðar hliðar eru fallega gylltar. Setjið á eldhúspappír og saltið örlítið.
Á hvern disk eru búnir til 3 matskeiðsstórir "pollar" af rjómamæjósósunni. Einn skelfiskur er settur oní hvern sósupoll og biti af mandarínu þar ofan á. Sírópsslettur settar á diskinn og á bitana. Skreytt með smávegis graslauksbitum.
Bláberjafrauð með berjablöndu og vanillurjóma
(úr SvD)
f. 4
1 dl bláber
4 msk sykur
1,5 dl vatn
1,5 msk kartöflumjöl
3 eggjahvítur
smjör og sykur til að húða formin með
Setjið bláberin í pott ásamt 0,5 dl af vatninu og 2 msk af sykrinum. Hitið að suðu. Puréa (með töfrasprota) þartil orðið að þykkum vökva. Bætið við 1 msk af sykri og hitið aftur að suðu. Blandið saman kartöflumjölinu og 1 dl af köldu vatni. Hellið þessu útí pottinn með bláberjavökvanum og hrærið í á meðan. Hitið aftur þartil þykknar. Leyft að kólna alveg undir loki eða plastfilmu.
Því næst eru eggjahvíturnar stífþeyttar ásamt 1 msk sykri. Helmingnum er blandað hressilega saman við bláberjaþykknið en hinum helmingnum er blandað vaaaarlega saman með sleikju í lokin. Formin (souffléform) eru smurð með smjöri og "sykruð" (sykri hellt í formið og leyft að festast í allar hliðarnar). Frauðblöndunni er bætt í hvert form. Núna er hægt að geyma formin í kæli í nokkrar klukkustundir EÐA sett í frysti ef þarf að geyma lengur. Ef sett eru í frysti þarf bara að taka þau út og geyma í kæli í nokkra klukkustundir áður en hitað og borið fram.
Gerið berjablönduna;
1,5 dl bláber
1,5 dl brómber
3 msk sykur
Allt sett í pott og hitað við meðalhita þartil berin eru sprungin og orðið að hálfgerðri sultu. (í lagi að nota frosin ber) Kælt.
Hitið ofninn að 175° og bakið frauðin í 8-10 mínútur eða þartil þau lyftast vel/rísa uppúr formunum. Þeytið rjóma með smá vanillusykri eða kornum úr hálfri vanillustöng. Frauðin eru svo borin fram heit með berjablöndunni kaldri og rjómanum.
Hörpuskelfiskur með klementínum
(úr Good Food, jan 05)
f. 4
9 klementínur
2 msk brandy/koníak
örlítið af sykri
smá olía og klípa af smjöri
12 snyrtir hörpuskelfiskar (vöðvinn fjarlægður)
graslaukur til að skreyta með
4 msk þeytirjómi
4 msk mæjónes
sítrónusafi eftir smekk
Undirbúið klementínurnar fyrst; afhýðið þær og skerið svo hvert "lauf" út fyrir sig. Best er að gera þetta yfir skál svo enginn safi fari til spillis. Í lokin eiga 12 heil lauf að vera tilbúin. Geymdar í lokuðu íláti í kæli þartil bera á frammá borð.
Kreistið safan af restinni af klementínunum í skálina. Hitið stóra pönnu og sjóðið niður safann ásamt áfenginu og örlitlum sykri. Vökvinn á að verða sírópskenndur. Geymdur í kæli.
Rjóminn í sósuna er þeyttur og blandað við mæjónesið. Smakkað til með sítrónusafa og kryddið örlítið með salti og pipar. Sósan á að vera þykk. Kælt.
Þetta má allt saman gera með góðum fyrirvara fyrr um daginn.
Rétt áður en bera á fram réttinn er panna hituð, olía og smjör sett á og hörpuskelin steikt. Snúið skelfisknum bara einu sinni á pönnunni, ætti að vera samtals 3 mín samtals á pönnunni eða þartil báðar hliðar eru fallega gylltar. Setjið á eldhúspappír og saltið örlítið.
Á hvern disk eru búnir til 3 matskeiðsstórir "pollar" af rjómamæjósósunni. Einn skelfiskur er settur oní hvern sósupoll og biti af mandarínu þar ofan á. Sírópsslettur settar á diskinn og á bitana. Skreytt með smávegis graslauksbitum.
Bláberjafrauð með berjablöndu og vanillurjóma
(úr SvD)
f. 4
1 dl bláber
4 msk sykur
1,5 dl vatn
1,5 msk kartöflumjöl
3 eggjahvítur
smjör og sykur til að húða formin með
Setjið bláberin í pott ásamt 0,5 dl af vatninu og 2 msk af sykrinum. Hitið að suðu. Puréa (með töfrasprota) þartil orðið að þykkum vökva. Bætið við 1 msk af sykri og hitið aftur að suðu. Blandið saman kartöflumjölinu og 1 dl af köldu vatni. Hellið þessu útí pottinn með bláberjavökvanum og hrærið í á meðan. Hitið aftur þartil þykknar. Leyft að kólna alveg undir loki eða plastfilmu.
Því næst eru eggjahvíturnar stífþeyttar ásamt 1 msk sykri. Helmingnum er blandað hressilega saman við bláberjaþykknið en hinum helmingnum er blandað vaaaarlega saman með sleikju í lokin. Formin (souffléform) eru smurð með smjöri og "sykruð" (sykri hellt í formið og leyft að festast í allar hliðarnar). Frauðblöndunni er bætt í hvert form. Núna er hægt að geyma formin í kæli í nokkrar klukkustundir EÐA sett í frysti ef þarf að geyma lengur. Ef sett eru í frysti þarf bara að taka þau út og geyma í kæli í nokkra klukkustundir áður en hitað og borið fram.
Gerið berjablönduna;
1,5 dl bláber
1,5 dl brómber
3 msk sykur
Allt sett í pott og hitað við meðalhita þartil berin eru sprungin og orðið að hálfgerðri sultu. (í lagi að nota frosin ber) Kælt.
Hitið ofninn að 175° og bakið frauðin í 8-10 mínútur eða þartil þau lyftast vel/rísa uppúr formunum. Þeytið rjóma með smá vanillusykri eða kornum úr hálfri vanillustöng. Frauðin eru svo borin fram heit með berjablöndunni kaldri og rjómanum.
Ofurhversdags; Tacofiskur
Fékk þessa uppúr Arla uppskriftarbæklingi þarsem gefnar voru "hversdagsuppskriftir fyrir stórfjölskyldur". Þarna var því lofað að börnin yrðu ofsaglöð og ætu allt upp til agna, meira að segja þó þetta væri fiskur. Prófaði þetta í kvöld á börnin þrjú (bara eitt mitt eigið; 1 árs, 11 og 12 ára) og allt fullorðna fólkið. Allir lofuðu í hástert og fatið var sleikt hreint !
Tacofiskur
(uppskrift fyrir fjóra, má auðveldlega tvöfalda)
600 hvítur fiskur (þorskur, ýsa....)
1 tsk salt
2,5 dl matreiðslurjómi
0,5 dl tacosósa (styrkleiki eftir smekk)
2 dl rifinn ostur
ríflega tvær handfyllir tortillaflögur, muldar
Fiskurinn settur í ofnfast mót og saltaður. Rjómanum, tacosósunni og ostinum blandað saman og hellt yfir fiskinn. Tortillaflögurnar dreifðar yfir og hitað í ofni við 225° í 25-30 mín.
Tacofiskur
(uppskrift fyrir fjóra, má auðveldlega tvöfalda)
600 hvítur fiskur (þorskur, ýsa....)
1 tsk salt
2,5 dl matreiðslurjómi
0,5 dl tacosósa (styrkleiki eftir smekk)
2 dl rifinn ostur
ríflega tvær handfyllir tortillaflögur, muldar
Fiskurinn settur í ofnfast mót og saltaður. Rjómanum, tacosósunni og ostinum blandað saman og hellt yfir fiskinn. Tortillaflögurnar dreifðar yfir og hitað í ofni við 225° í 25-30 mín.
Subscribe to:
Posts (Atom)