Það er sko ekki desember nema ég baki Rúsínuhaframjölskökurnar "mínar" og það gerði ég í dag. Prófaði líka smákökuuppskrift úr Nóasúkkulaðibæklingnum frá því 2006. Ansi mikið góðar líka. Afrakstur dagsins verður svo vonandi étin upp á jólaglöggi Íslendingafélagsins á morgun.
Eitt sem ég get ekki annað en mælt með þegar gera á smákökur er að setja á sig einnota plasthanska (til í Claes Olsson) og rúlla litlar kúlur úr deiginu eins og ef maður er að gera súkkulaðitrufflur og fletja svo út á bökunarpappírnum. Verða voða fallegar smákökur með þessari aðferð og maður er sko miklu fljótari að þessu heldur en ef notaðar eru teskeiðar til að föndra með ;)
Smákökur með Nóa lakkrískurli
500 g púðursykur
250 g lint smjörlíki (ég nota alltaf smjör)
2 egg
500 g hveiti
1 tsk matarsódi
1 tsk engifer
1 tsk negull
2 tsk kanill
70 g Nóa lakkrískurl (ég notaði töluvert meira... hehe)
Hrærið púðursykur og smjör(líki)vel saman. Bætið eggjunum út í, einu í senn, og hrærið vel á milli. Síðan er þurrefnum og lakkrískurlinu bætt út í og deigið sett á bökunarpappírsklædda plötu með teskeið (nú... eða með plasthönskum!). Það getur verið fallegt að þrýsta með gaffli ofan á hverja köku til að mynda mynstur. Bakið kökurnar í miðjum ofninum við 175 gráður í 7-8 mínútur.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment