Wednesday, December 12, 2007

Jólagjöfin frá mér í ár.... apríkósu og gulrótarmarmelaði með engifer og kanil

Það skemmtilegasta sem ég veit (fyrir utan að horfa á sjónvarpið og borða góðan mat) er að gefa mat. Ætuhæfar gjafir (þýðing á ätbara gåvor) undanfarin ár hafa t.d. verið ýmiskonar sultur og svo hinar ómótstæðilegu súkkulaði biscotti sem ég hef núna týnt uppskriftinni að.
Gerði marmelaði í dag og mikið rosalega var það vel heppnað, þó ég segi sjálf frá ;), og mun barnapían mín og samstarfsfólk mitt fá þetta í jólagjöf frá mér. Lucky them. Alveg meinhollt líka því þetta er algjör vítamínsprengja (engifer + gulrætur!).

Apríkósu og gulrótarmarmelaði með engifer og kanil
(úr desemberútgáfu Coop uppskriftabæklingsins)

6,5 dl sykur
5 dl vatn
4 gulrætur (350 g) rifnar gróft á rifjárni
250 g þurrkaðar apríkósur, fínstrimlaðar (ég keyrði þær í matreiðsluvél til að fá þær grófsaxaðar frekar en fínstrimlaðar...)
2 kanilstangir
cirka 2 msk ferskur engifer, skorin í þunnar ræmur (sömuleiðis saxaði ég þetta frekar en fínstrimla, þ.e.a.s skar í örþunnar sneiðar og grófsaxaði svo)
0,5 dl Certo ávaxtapektín (græn skrýtin flaska af fljótandi pektíni)

Sjóða saman sykur og vatn í stórum potti þartil 1/3 av sykurvökvanum hefur soðið upp/saman. (ég mældi einfaldlega vökvann um leið og sykurinn hafði bráðnað vel í vatnið og mældi svo reglulega aftur og aftur þartil ég var sannfærð um að 1/3 hafði farið... við svona sultu og marmelaðigerð er alveg lykilatriði að vökvahlutfallið við bragðefnin, í þessu tilfelli gulræturnar og apríkósurnar, sé rétt miðað við uppskriftina).
Blanda svo við vökvann í pottinum apríkósurnar, gulræturnar og kanilinn og leyfa að sjóða í 10 mín. Hræra í pottinum af og til.
Hræra svo við þetta pektínið og leyfa því að sjóða 1 mín. Hræra kröftulega svo allt blandist vel saman og taka af hitanum. Setja strax í krukkur og lokið á. Geyma á köldum stað.

1 comment:

Fanney Dóra said...

Ég prófaði þetta í kvöld og vá! Geggað gott! Ég ætla reyndar að minnka sykurinn næst, þetta var svona í það sætasta. En þessi hráefni passa ekkert smá vel saman!