Tuesday, January 02, 2007

Ofurhversdags; Tacofiskur

Fékk þessa uppúr Arla uppskriftarbæklingi þarsem gefnar voru "hversdagsuppskriftir fyrir stórfjölskyldur". Þarna var því lofað að börnin yrðu ofsaglöð og ætu allt upp til agna, meira að segja þó þetta væri fiskur. Prófaði þetta í kvöld á börnin þrjú (bara eitt mitt eigið; 1 árs, 11 og 12 ára) og allt fullorðna fólkið. Allir lofuðu í hástert og fatið var sleikt hreint !

Tacofiskur
(uppskrift fyrir fjóra, má auðveldlega tvöfalda)
600 hvítur fiskur (þorskur, ýsa....)
1 tsk salt
2,5 dl matreiðslurjómi
0,5 dl tacosósa (styrkleiki eftir smekk)
2 dl rifinn ostur
ríflega tvær handfyllir tortillaflögur, muldar

Fiskurinn settur í ofnfast mót og saltaður. Rjómanum, tacosósunni og ostinum blandað saman og hellt yfir fiskinn. Tortillaflögurnar dreifðar yfir og hitað í ofni við 225° í 25-30 mín.

1 comment:

Sara said...

Ég lét loksins verða af því að gera þennan og NAMMNAMM! þetta er núna officially uppáhalds fiskirétturinn hans Gísla ;)