Sænsku klassísku kjötbollurnar eru vinsælar á þessu heimili. Hilmir étur á við tvo fullorðna. Bara brúnasósudæmið og kartöflumúsin sem gera blessuðu bollurnar frekar mikið boring. Ég var þess vegna frekar mikið fegin þegar ég rakst á þessa uppskrift í Good Food blaðinu.
Svo einfaldar og imbaheldar að það tekur því ekki að setja upp einsog alvör uppskrift ;)
1 lítill pakki tilbúnar kjötbollur
2 msk mulið cuminkrydd
1 msk mulið kóríanderkrydd
smekk magn af chillídufti (mér finnst sterkt gott!)
ferskt kóríander, saxað
rauðlaukur í "bátum"
Kjötbollurnar eru rúllaðar uppúr fyrst þurra kryddinu og svo ferska kóríanderinu. Þræddar uppá grillspjót ásamt rauðlauksbátum (á hvert spjót passar að setja 5-6 bollur og 2 rauðlauksbáta). Penslað með olíu og grillað, helst á útigrilli annars á grillpönnu eða ofni nokkrar mínútur.
Bollurnar, laukurinn og ferskt grænmeti að eigin vali er svo sett í heitt pítubrauð. Tzatsíki sósa passar perfect með þessu (grísk gúrkusósa), hægt að kaupa tilbúið útí búð.
15 mínútna matargerð í sínu besta !
Sunday, September 02, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment