Sunday, October 07, 2007

Klessukaka með perum

Kladdkaka (klessukaka) er alveg klassísk sænsk kaka. Því klessulegri því betri, borðuð með rjóma eða vanillusósu. Algjör namminamm.
Sá uppskrift að þessari í sunnudagsblaði Dagens Nyheter og sá um leið að þessa yrði ég að prófa ! Varð ekki fyrir vonbrigðum, við sitjum hérna með fulla malla ;)

Klessukaka með kardimommuperum

4 meðalstórar eða 6 litlar perur af harðri gerð.
4 dl sætt vín (Madeira, sherrí, púrtvín eða jafnvel jólaglögg)
1,5 tsk steyttar kardimommur
(0,5 dl sykur ef vínið er ósætt)
Perurnar afhýddar en hafðar heilar. Settar í pott með víninu og kardimommunum og látið sjóða við hægan hita í 10 mínútur. Leyft að kólna í pottinum og síðan teknar upp úr og skorið til helmings. Kjarninn og það fjarlægt varlega úr og perurnar settar með skurðhliðina niður í kökuformið (best er að setja bökunarpappír í botninn fyrst).

200 g smjör, brætt
4 dl sykur (má gjarnan minka það magn um heilan dl)
4 egg
300 g hveiti
1 dl kakó
1 msk vanillusykur
örlítið salt
Eggjum og sykri blandað saman og því næst bætt við bráðnu smjörinu. Öllu hinu blandað saman í skál og að lokum eggjasykurssmjörblöndunni. Deiginu er smurt yfir perurnar og bakað við 200 gráður í 15 mínútur.
Kemur flott út að snúa kökunni "öfugt" á kökufatinu svo að perurnar sjáist.

No comments: