Alvarlegt smákökuheilkenni að hrjá mig þessa dagana. Mig dreymir um að gera sjö sortir fyrir jólin og fer eflaust létt með það... vandamálið er bara.... hver á að éta þetta allt saman ?!
Var búin að vera að glugga í bækur og blöð, ætlaði að bíða með þetta frammá síðustu stundu svo ég væri nú ekki bakandi einsog brjáluð húsmóðir í heilan mánuð. En í dag sprakk ég. Gat ekki meir. Tvær sortir voru testaðar í kvöld með fínum árangri:
Kaliforníudraumar, 25 stk
(úr "Sju sorters kakor")
2,5 dl brun farin (brúnn strásykur, væri eflaust hægt að nota dökkan muscavado sykur), ég reyndar minnkaði sykurmagnið niður í 1,5 dl án þess að það kæmi að sök
1 msk maizenamjöl
1 fingurklípa salt
2 eggjahvítur (notaði 3 því eggin voru svo lítil)
2 dl hakkaðar hnetur að eigin vali (notaði Pecanhnetur og hakkaði í töfrastafnum)
Eggjahvíturnar stífþeyttar og sykrinum, saltinu og maizenamjölinu blandað varlega (snúið niður) við. Hneturnar blandaðar varlega við í lokin.
Litlar valhnetustórar klípur settar á smjörpappír með tveim teskeiðum og bakað í cirka korter í 150 gráðu heitum ofni.
Trönuberjakökur með hlynsírópi, 40 stk
(úr Gestgjafanum, 12. tbl. 2003)
125 g lint smjör
100 g sykur
3 msk hlynsíróp (notaði dökkt síróp)
1 tsk vanilludropar
2 egg
150 g hveiti
1/4 tsk matarsódi
60 g þurrkuð trönuber, grófbrytjuð
Ofninn hitaður í 190 gráður. Hræra smjörið í hrærivél og hella sykrinum saman við í mjórri bunu (veit ekki afhverju... þetta er nú bara strásykur ?!). Þeyta þartil blandan er létt og ljós. Þeyta þá hlynsírópi og vanilludropum við og loks eggjunum. Blanda saman hveiti og matarsóda og hræra saman við og blanda að lokum trönuberjunum við með sleikju. Setja á pappírsklæddar bökunarblötur með teskeið og hafa gott bil á milli. Bakið efst í ofninum í 10 mín eða þartil kökurnar hafa brúnast á jöðrunum.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment