Laxaábreiða kalla ég það sem er smurt ofaná laxinn áður en hann er svo ofnbakaður við 200 gráður í 12-15 mínútur. Gerir hann alltaf alveg ferlega bragðgóðan og djúsí.
Hef gert þessar uppskriftir núna undanfarnar tvær vikur og get eiginlega ekki valið uppá milli hver sé best... þær eru báðar algjört namminamm.
Feta-ábreiða
Fetaostur mulinn og blandaður með sýrðum rjóma (hlutföllin kanski 70/30) og smá ferskum basil. Breitt ofaná laxinn og bakað í ofni. Bar fram með basic risotto.
Sítrónu-pipar-ábreiða
30 g brætt smjör
7 msk fersk brauðmylsna (tek 2 brauðsneiðar og rista léttilega, mixa í handmixer þartil orðnar að mylsnu)
fínrifin sítrónbörkur af einni sítrónu
slatti (0,5 msk) pipar
Öllu blandað saman og breitt ofaná laxinn. Ég snöggsauð ferskan aspas (1 mín í söltu vatni) og setti undir laxinn áður en hann fór inn ofninn. Nýsoðnar kartöflur og sítrónusósa (frá Kelda) en hefði mátt vera Hollandaise sósa til að gera það skv. aspasreglunum ;)
Wednesday, October 31, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment