Thursday, August 09, 2007

Lax með mangósalsa....

Smá óvenjulegt innlegg hjá mér því ég ætla ekki að skrifa upp (með eigin breytingum) uppskriftina heldur bara linka beint í hana á mbl.is !
Ástæðan er náttlega einföld, það þarf hvorki að þýða uppskriftina né staðfæra eins og ég geri oftast enda elda ég mest uppúr sænskum og enskum kokkabókum og blöðum.
Ég reyndar grillaði laxinn í staðinn fyrir að steikja enda finnst mér það auðveldara að skella bara í grillklemmuna og henda á grillið.
Til að auðvelda enn frekar notaði ég frosið mangó sem fæst hér í Svíaríki. Á alltaf poka inní frysti því mangóinn er misdýr og misþroskaður þegar maður ætlar að nota hann. Fyrir utan það að maður losnar við að baukast við ávöxtinn til að fá þetta litla kjöt sem á honum er.

Lax með mangósalsa og jógúrtsósu

No comments: