Thursday, May 10, 2007

Kjúklingabaka (hversdags)

Endurvann þessa uppskrift frjálslega úr Good Food blaði (06/2005). Kom mér á óvart hvað það var fljótlegt að gera þetta og miðað við frekar fá hráefni varð þetta ofboðslega ljúffengt.

Kjúklingabaka

3 kjúklingafilé, skorin í hæfilega stóra bita (2 munnbitar hver biti cirka)

100 g frosið, blandað grænmeti. Ég notaði bland af mínígulrótum og harricot verts
100 g aspas. Þetta var líka frosið hjá mér. Góður frosni Findus aspasinn.
1 poki babyspínat

1 dl sýrður rjómi
1 pakki (80 g) proscuttio skinka, skorin í hæfilega bita (í þrennt nægir mér)
3 ferskar brauðsneiðar blitzaðar/muldar svo úr verði fersk brauðmylsna

Kjúllabitarnir eru settir í eldfast mót og kannski 1 msk af (fljótandi er best) smjöri dripplað yfir. Hitað undir grillinu á ofninum í nokkrar mínútur þartil farið að taka lit og orðið nokkuð gegnumeldað.

Grænmetið sett allt saman (þarf ekki að afþíða þetta frosna áður en þetta er gert) í skál og sjóðandi vatni hellt yfir. Lok sett á skálina eða plast til að einangra og leyft að standa í nokkrar mínútur. Vatninu hellt af.

Þegar kjúllinn er tilbúin er grænmetinu, skínkunni og sýrða rjómanum bætt við oní eldfasta mótið og kryddað eftir smekk með salt og pipar. Fersku brauðmylsnunni drussað yfir og smá smjöri eða olíu dripplað yfir það. Sett aftur inní ofn þartil brauðmylsnan hefur tekið lit og allt hitnað í gegn (cirka 200 gráður í 15 mín).

Mér fannst engin þörf á að hafa kartöflur eða hrísgrjón með þessum rétt. Stendur alveg fyrir sínu eins og hann er með öllu góða grænmetinu og "crustinu" sem myndast af fersku brauðmylsuninni ofaná.

No comments: