Tuesday, July 17, 2007

Kjúklingasalat með borlottibaunum

Klikkar ekki að hafa smá frískandi ávexti í matarmiklu salati. Eftirfarandi var étið með bestu lyst í gærkvöldi;

Kjúklingasalat með borlottibaunum
(úr Lagalätt)
4 kjúklingabringur, skornar í hæfilega stóra teninga og steiktir á pönnu ásamt smá hvítlauk (1-2 rif, kramin), rósmarín, salti og pipar.

1 Romainesalathaus, rifin í bita
1 rauðlaukur, þunnt sneiddur
2 avocado, skorin í teninga
2 dósir af tilbúnum, soðnum Borlottibaunum, skolaðar og látnar renna vel af
2 appelsínur "úrbeinaðar" (hýðið skorið utan af heillri appelsínu og bátarnir skornir úr hver fyrir sig), passa uppá að safna saman safanum í skál og kreista vel úr því sem eftir verður af appelsínunni þegar bátarnir hafa verið skornir úr.
Appelsínusafinn sem eftir verður er blandaður saman við 1-2 msk olíu, salt og pipar. Þetta er notað sem dressing á salatið og hellt yfir.

No comments: