Thursday, May 10, 2007

Sumarbústaðarkaka (barnvæn)

Við Hilmir bökuðum saman um daginn. Hann fékk aaaalveg sjálfur að setja frosnu berin í kökuna. Mér fannst þessi algjör snilld og ætti að henta vel þegar maður hefur ekki öll eldhúsáhöldin sín einsog t.d. hrærivélina.

Sumbókaka
(stílfærð uppúr LagaLätt)

75 g smjör
2 dl sykur
2 dl hveiti
1 tsk lyftiduft eða bakpulver
1 tsk vanillusykur
2 egg
1 pakki frosin ber að eigin vali (upphaflega uppskriftin segir "hallon" en ég var með blöndu af því og "björnbär" og það kom vel út líka... held það meigi í raun setja hvaða ber sem er í þetta en frosin verða þau að vera)

Smjörið brætt í potti og látið kólna. Þurrefnum og eggjum bætt við útí pottinn og hrært saman. Deigið sett í hringlaga form (sem búið er að smyrja og hrista smá brauðmylsnu í). Frosnu berunum drussað frjálslega oní degið og sett í ofn, 175 gráðu heitan og bakað í 45 mín.
Má gjarnan bera fram með ís eða þeyttum rjóma....

UPDATE !
Fann aðra útgáfu af sömu laufléttu kökuuppskrift.... og sú er með rabbabara (nýjasta uppáhaldið mitt!).

Sama aðferð með að gera grunndegið;
100 gr smjör brætt í potti, látið kólna og svo bætt við ...
2 dl sykur
2 egg
2 dl hveiti
1 tsk bakpulver/lyftiduft

100 gr rabbabari er skorin í sneiðar og vellt uppúr/með 1 tsk kartöflumjöli.

Degið látið í form, rabbabarinn ofaná og rifinn 100gr möndlumassi þar ofaná. Bakað í ofni við 175 gráður í 20-30 mín.

No comments: