Thursday, August 09, 2007

Ástríðuávaxtatríffle

Hef ekki áður prófað að nota ferska ástríðuávexti til matar(desert/köku)gerðar. Þessir ávextir eru ekki beint girnilegir heldur. Einsog uppþornað avókadó en inní leynist voða góður fræfylltur ávaxtakjötssafi.
Gerði umræddan desert strax eftir matinn og var ekki nema 10 mín að raða þessu saman. Geymist í ísskáp í 1 sólarhring svo þetta er alveg einhvað sem maður getur dundað sér við að gera áður en gestirnir koma og skella svo á borðið eftir matinn.

Ástríðuávaxtatríffle
staðfært uppúr Good Food blaði
fyrir 6

6 stk ástríðuávextir
safi úr 1 appelsínu

1 dolla mascarpone ostur (200-250g)
50 g sykur
1 tsk vanilluessence (eða bara vanilludropar)

2 dl rjómi, þeyttur
1 sandkaka/hvítur botn/"sockerkaka" keypt úr búð
3 ferskjur, skornar í báta

Ástríðuávaxtakjötinu og appelsínusafanum blandað saman.
Mascarponeostinum, sykrinum, og vanilluessencinu/dropunum hrært saman þartil slétt. Blandað léttilega (ekki hraðhræra!) saman við þeytta rjómann.
Kakan er skorin í bita og helmingnum af henni er raðað í botninn á djúpri skál. Ef skálin er glær er það ekki verra því þetta verður fallegt á að líta!
Ástríðu/appelsínusafinn er notaður til að bleyta aðeins uppí kökunni á botninum og ferskjubitum raðað yfir. Svo er helmingi af mascarponerjómablöndunni dreift yfir. Aftur sett lag af köku oná þetta, bleytt upp með safa, ferskjubitar og rjómablöndu. Oná er svo dreift ferskjubitum og afganginum af safanum.

No comments: