Thursday, November 29, 2007

Tvennskonar jóladesertar... þar af einn óvart !

Bjó alveg óvart til überdüber jólalegan desert í gærkvöldi. Var að gera afrískan pottrétt (sem er ekki nógu ofurgóður til að ég birti uppskriftina hér) og sat uppi með 1/2 dós af létt kókosmjólk. Prófaði uppskrift sem ég hafði fengið á desertgerðarnámskeiði:

Kókospannacotta

2,5 dl rjómi
2 dl kókosmjólk (létt er í lagi)
35 g sykur
2 1/2 gelatínblað
Leggur gelatínblöðin í bleyti í köldu vatni. Setur rjóman, kókosmjólkina og sykurinn í pott og hitar við vægan hita þartil sykurinn hefur bráðnað. Tekur upp gelatínblöðin og kreistir úr þeim allan vökva. Lætur þau útí rjómakókosmjólkina og hrærir þartil allt er blandað saman. Hellir í skálar (fjöldi fer eftir hversu mikið hver og einn á að fá... ég hellti í 4 grunnar desertskálar og það passaði fínt) og setur í kæli í nokkrar klukkustundir eða þartil orðið stíft.
Svo kemur jólahlutinn:
ég afþíddi í örbylgjunni tvær góðar handfyllir af hindiberjum. Tók desertskálarnar með pannacottanu úr kæli og dýfði botninum á skálunum í heitt vatn. Þannig losnaði pannacottan frá skálinni og ég gat hvolft henni á stóran djúpan desertdisk. Ein handfylli af hindiberjum fór oní hvern disk og svo hellti ég afgangi af kirsuberjasósu (úr fernu) yfir.

Hina uppskriftina hef ég ekki prófað, enda sá ég hana bara í morgun í nýjasta Dagens Nyheter. En bara hugsunin um að borða þetta fær vatnið til að renna..... VERÐUR að prófa !

Piparkökuþeytingur með glöggmaríneruðu sítrussallati
(úr DN 29. nóvember 2007)
fyrir 6

10-15 piparkökur muldar
2,5 dl þeytirjómi.... já... þeyttur ;)
Blandað saman og geymt í kæli

4 appelsínur
2 blóðappelsínur
1 blóðgreip
1 dl hvítt glögg
4 nellikur
1 kanilstöng

Ávextinir skrældir og skornir í báta (filéaðir; skorið milli himnanna á ávextinum svo kjötið eitt verði eftir). Glöggin er hituð upp ásamt nellikunum og kanilstönginni. Hellt yfir ávextina og leyft að standa í minst 1 klst. Sítrussallatið er svo borið fram með piparkökurjómanum.
*sluuuuuurp*

No comments: