Nú veit ég loks (þökk sé lesenda þessa bloggs) hvað blessuðu línfræjin heita á íslensku... sumsagt hörfræ ! Þarf víst að nýta þennan poka sem ég keypti um daginn fyrir hörfræjarbollurnar (sjá uppskrift neðan) áður en hann skemmist. Ég var frædd um það í dag að það sé erfitt að geyma hörfræin lengi því það komi af þeim leiðinlegt lýsisbragð eftir lengri geymslu. Þá er um að gera að baka meira með hörfræjum í og ég gladdist alveg dæmalaust mikið þegar ég sá þessa uppskrift í nýjasta tölublaði Amelíu. Uppskriftina í sínu sænska upprunalega formi má finna hér.
Mér þætti alveg svakalega gaman ef einhver á íslandi myndi nenna að gera þessa uppskrift og prófa að nota skyr með vanillubragði í staðinn fyrir vanillu Kesella einsog upprunalega uppskriftin gerir ráð fyrir..... það er svipuð áferð í skyri og Kesella nebblega.
Léttar bláberjabollur með HÖRfræjum
Rúmlega 20 stykki
50 g ger (ferskt eða þurrger í samsvarandi)
2,5 dl léttmjólk eða undanrenna
1 dl Kesella með vanilj... / Skyr með vanillubragði
1/2 dl fljótandi hunang
1 dl ljóst síróp
1 tsk kardimomma
1 tsk salt
1/2 dl hörfræ
8 dl hveiti
Mjólkin er velgd og Kesella/Skyri bætt við. Hellt yfir gerið sem hefur verið mulið í hrærivélaskálina, hrært varlega og gerinu leyft að leysast upp. Sírópi, hunangi og kryddi bætt við. Hörfræjunum og hveitinu hrært við smám saman þar til farið að sleppa skálinni. Leyft að hefast undir viskustykki (er það ekki annars bara það sem bakdukur er?) í 30 mín.
Hnoðað með smá hveiti á borði og flatt út í rétthyrnt stykki.
1/2 dl bláber ferskt eða afþídd frosin
1 dl Vanilj-Kesella/Skyr með vanillubragði
1/2 dl kanill
1/2 dl vanillusykur (tek fram að mér fannst þetta magn bara óhemju mikið og notaði ekki nema helmingin af hvoru).
Bláberin blönduð saman við Kesellað/Skyrið og smurt varlega í miðju deigsábreiðunnar. Kanil og vanillusykri dustað yfir. Rúllað upp á langhliðinni og skorið í cirka 20 bita. Sett á bökunarpappírsklædda (eða í svona bull-form) ofnplötu. Leyft að hefast aftur í 30 mín. Ofninn hitaður á meðan í 250 gráður.
Penslaðar með 1 eggi sem hefur verið hrært saman við cirka teskeið af vatni og örlitlu salti. Skreyttar með möndlum eða perlusykri.
Bakað í 8 mín, þær taka fljótt lit svo það er gott að fylgjast VEL með tímanum.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Girnileg uppskrift! Sammála þér með magnið af kanilnum, hálfur desilítri er kannski einum of mikið af því góða ;-)
Mér finnst aldrei koma neitt bragð af vanillusykri svo ég býst við að ég mundi skella hálfum desilítra af honum á deigið...
Post a Comment