Alltaf gott að grípa til þess að elda úr hakki svona hversdags. Ekki sakar nú ef úrkoman er fljótgerð, holl og alveg þrusugóð ! Svo er uppskriftin svo imbaheld að meira að segja elskulegur eiginmaður minn væri fær um að gera þetta án aðstoðar (hann fékk að fylgjast með og rúlla upp bollunum). Tók 20 mín að gera frá grunni !
Mangókjötbollur
(úr Allt om mat 4/2007)
f. 4 (en við vorum nú bara 2 + 1 og átum allt upp til agna)
500 g nautahakk
1 egg
2 msk mangó chutney
1/2 dl létt sýrður rjómi
1 tsk salt
Allt blandað saman og rúllað upp í cirka 20 litlar bollur. Sett í bökunarpappírsklædda ofnskúffu og eldað í 250 gráðu heitum ofni í 10-15 mínútur.
Gerð sósa úr:
2 dl létt sýrður rjómi/tyrknesk jógúrt
smá salt
2 msk (eða meir eftir smekk) mangó chutney
Borið fram með couscous og soðnu brysselkáli. Vil taka fram að brysselkálið var alveg sjúúúklega gott með þessu og átti alveg einstaklega vel við. Í upprunalegu uppskriftinni áttu einnig að vera 1 dl "sötmandel" (sætar möndlur?) en ég átti þær ekki til svo þeim var sleppt.
Monday, November 26, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment