Wednesday, September 19, 2007

Brauðbollur með línfræjum .... meinhollar og æði góðar

Ég var allt í einu að átta mig á því að ég veit ekki hvað "linfrö" er á íslensku ! Línfræ ? Á ensku er það víst flaxseed en það færir mig nú engu nær ylhýra móðurmálinu.
Allavegana er þetta megafræ alveg meinhollt. Á að koma balans á magastarfsemina auk þess sem það inniheldur góða fitu einsog Omega-3.

Var að baka brauðbollur um daginn og þá fannst mér allar uppskriftir vera ansi mikið einsleitar. Bara mismunandi magn af allskyns hveititegundum, ger, vökvi, fita (smjör eða olía), sykur og salt. Ekki spennandi. Svo sami prósessinn með að hnoða, lyfta, móta, lyfta og baka. Árangurinn náttlega oftast alveg hreint ágætur og þá sérstaklega meðan brauðbollurnar eru heitar en verða svo óspennandi fljótlega uppúr því.
En svo.....
svo fann ég línfræjabrauðbollurnar sem heltóku hjarta mitt og mallagat. Bollurnar eru bara með góðum fitum (olíu og línfræjum) og algjörlega sykurlausar. Ég notaði staðlaða lyftingaraðferðina en uppskriftaeigendurnir/hönnuðurnir á Tasteline.com mæla líka með því að maður hnoði, láti lyftast í hálftíma, móti svo í brauðbollur og geymi inn í ísskáp yfir nótt. Láti hæglyftast þar. Svo er bara að baka að morgni dags meðan kaffið bruggast og voila ! :)

Línfræjabrauðbollur
12 stk
(af http://www.tasteline.com/)

3 dl mjólk, hituð þartil vel volg
1 msk olía
1 tsk salt
25 g ger
0,5 dl hveitiklíð (notaði reyndar einhverja aðra grófa korntegund með góðum árangri)
0,5 dl línfræ
7 dl hveiti

Þurrefnum blandað saman (nema kannski örlitlu hveiti sem er geymt til að minnka/auka eftir því hvernig deigið myndast í hrærivélinni) og olíunni og volgri/heitri mjólkinni hellt út í. Hnoðað þar til deigið er orðið tilbúið. Látið lyfta sér í a.m.k. hálftíma.
Þarf ekki að hnoða meira heldur er mótuð rúlla og skornar út 12 bollur. Þeim raðað á ofnskúffu með 1cm millibili svo þær myndi "brytbröd" eftir baksturinn. Þ.e. að þær festist rétt saman á hliðunum.
Aftur látnar hefast í a.m.k. hálftíma og svo penslaðar með mjólk. Bakast við 250 gráður í 15 mín.

2 comments:

María said...

linfrö = hörfræ !

Anonymous said...

Hæ! Rakst á bloggið þitt við það að gúggla einhverri mataruppskrift og mæ ó mæ, yndislegt blogg! :)
Ég gerði þessar bollur í dag fyrir 18 manns (átti reyndar ekki hörfræ svo ég setti bara heilhveiti í staðinn) og já, svakalega góðar! Ætlum pottþétt að gera þær aftur :) Takk fyrir góða uppskrift!
Fanney Dóra