Sunday, September 21, 2008

Pasta með perum og gráðosti

Fljótlegasta pasta í heimi. Og alls ekkert óhollt heldur því það þarf lítið magn af gráðosti og beikoni til að gefa mikið mikið bragð.

Pasta með perum og gráðosti
f. 2-3

Heilhveitipasta, áætlið magn fyrir fjöldann
1 pera, skorin í eins þunnar sneiðar og hægt er
lófafylli af valhnetum, grófsaxað
1 pakki af beikoni, steikt þartil stökkt, látið kólna aðeins á eldhúspappír (dregur líka í sig fituna) og grófsaxað
100 g gráðostur að eigin vali

Ég sauð pastað, hellti af því og bætti ostinum við oní pottinn. Hrært þartil osturinn hafði bráðnað og skammtaði svo á diskana. Stráði svo restinni af innihaldinu ofaná hvern disk; fyrst beikoni, svo perubitunum og loks valhnetunum.
Posted by Picasa

1 comment:

Anonymous said...

Pant fá þetta að borða þegar ég kem í heimsókn í Okt
Mamma/amma