Tuesday, September 02, 2008

GI-menningin

Ég hef farið á marga megrunarkúra yfir æfina og hef af því dregið einn mikilvægan lærdóm; öfgar eru ekki að gera sig.
Atkins-kúrinn hefur þess vegna aldrei heillað mig neitt sérstaklega né heldur það sem ég hélt að væri GI-mataræði. En svo tók ég mig til og fór að lesa aðeins meira um þetta GI-dæmi allt saman. Komst fljótlega að því að það eru til öfgar innan GI líka ! Common sence GI er hinsvegar einhvað sem ég hef nú þegar aðhyllst og bara vissi ekki fyrr en ég fékk það staðfest þarna í girnilegu GI kokkabókunum sem ég var að skoða.
Ég meina... afhverju að vera að fræða sig um hvað er mátt hátt eða lágt GI ef maður á svo bara að sleppa öllu kolvetni algjörlega ?! Nei frekar fannst mér vit í því að velja sér góð kolvetni og sleppa þeim vondu (hvítt brauð, hvít hrísgrjón, venjulegt pasta og kartöflur).

Hráhrísgrjón, quinoa, bulgur og dökkt brauð er nefnilega alveg my cup of tea ;) Heilhveitipasta er kannski meira svona ullabjakk en hver veit.. kannski mér takist að bliðka bragðlaukana til að skipta út góða góða eggjapastanu sem ég borða venjulega !
Brauðát vandi ég mig af um leið og ég flutti til Svíþjóðar og mér hálfbregður alltaf þegar við erum heima á Íslandi í fríum hvað eitt svona risabrauð er fljótt að fara þarna í Þverásnum.
Ætti ekki að vera of flókið !

Svo.
Ákvörðun hefur verið tekin. Ég ætla að reyna að halda mig við bókina "Klaras Goda GI-dagar" sem ég keypti loksins eftir að hafa reynt að handskrifa helming uppskriftanna úr lánsbókinni sem ég var með frá bókasafninu. Þar er tveggja vikna matseðill gefin upp með ótrúlega girnilegum réttum í hádegi og kvöldmat.
Alltaf gaman að prófa einhvað nýtt og hver veit nema ég fái einhvað útúr því kílóa og heilsusamlega séð líka ?!

Í dag er semsagt dagur nr. 1 og í hádeginu gerði ég mér salat úr;
- kjúkling (átti inní frysti eldaðan kjúkling sem ég hafði skorið niður og geymt til að hafa í salati)
- gúrkubita
- kirsuberjatómata
- sykurbaunir eða belgbaunir (sugar snap peas/sockerärtor), léttsoðnar
- rauðlauk
- stórar hvítar baunir úr dós
Hellti yfir þetta cirka 1 tsk af rauðvínsediki og 1 msk olíu. Gerði svo dressingu úr 1/2 dl Kesella og 2 msk 15% sýrðum rjóma, salt, pipar og litla lófafylli af fersku timjani.

Í kvöld verður svo pasta með skinku og léttrjómasósu. Skelli inn uppskriftinni af því á morgun ;)

1 comment:

Anonymous said...
This comment has been removed by a blog administrator.