Friday, September 12, 2008

GI - Indverskur kjúklingaréttur

Uppgötvaði í dag hversu brjálæðislega mikill munur væri á dósasósu og svo karrísósu frá grunni. Sérstaklega þessari GI-útgáfu sem er með fullt fullt af grænmeti í. Bragðmeira einhvernvegin og tekur alls ekki svo langan tíma að gera...
Bar að sjálfsögðu fram með hráhrísgrjónum og salati sem innihélt saxað hvítkál og papaya. Smá tyrknesk jógúrt setti punktinn yfir i-ið (sjá mynd).

Indverskur kjúklingaréttur

1 laukur, saxaður
400 g kjúklingabringur (tvær), skornar í bita
2 tsk karríduft
2 dl hafrarjómi (eða bara matreiðslurjómi)
2 rauðar papríkur
1 rautt chillí
1/2 blómkálshaus

Kjúllinn brúnaður á pönnu eða í potti uppúr smá olíu, lauknum bætt við og mýktur aðeins. Karríduftinu og rjómanum bætt við og leyft að malla smá við lágan hita. Papríkurnar saxaðar, chillíið snyrt fræhreinsað og saxað. Þessu bætt við í pottinn. Blómkálið er skorið í litla vendi og soðið í vatni þartil orðið aðeins mjúkt. Síðan bætt við í kjúklingapottinn. Öllu leyft að hitna í gegn.
Posted by Picasa

2 comments:

Ragnheiður Kristjánsdóttir said...

Mér lýst ljómandi vel á þennan rétt og ætla að prófa hann. Ég er alveg sammála það er mikill munur á sósum sem maður gerir frá grunni og dósa sósum þó að þær séu áægtar og auðvitað mjög fljótlegar. En ég er með eina spurningu hvað eru eiginlega hrá hrísgjrón?
Kveðja Ragnheiður

Begga said...

Hæ Ragnheiður ! Hráhrísgrjón eru "hinn framleiðsluendinn" á hvítum hrísgrjónum. Þá eru grjónin minna unnin. Ég veit ekki hvort það sé það sama og "brún hrísgrjón" á Íslandi en það er nefnilega ekki nóg að þau líti út einsog venjuleg hvít en séu svo bara öðruvísi á lítin ;)
Hráhrísgrjón (råris) eru ekki jafn aflöng og venjuleg og það tekur oftast um 45-50 mín að sjóða þau.
Miiiiklu betri en venjuleg, maður verður fljótari mettur af þeim og þarf þar af leiðandi minna magn og svo er svona gott hnetubragð af þeim líka.