Saturday, November 08, 2008

Jólagjöfin (og jólaföndrið) í ár...

Heimagert konfekt í heimagerðri öskju !

Gerist það betra ?

Í fyrra gerði ég æðislega góða sultu sem sló nátturulega í gegn hjá þeim sem voru nógu heppin að fá svoleiðis í jólagjöf frá mér... en þetta árið langar mig að dútla aðeins meira. Og þá meina ég töluvert mikið meira. Ekki nóg með að ég ætli að búa til smá konfekt heldur ætla ég líka að brjóta saman gjafaöskju fyrir hvern og einn.

Myndin er úr Elle Mat och Vin og ég ætla að gera tvær týpur sem þar er að sjá. Innihaldslýsing og uppskrift er hér. Svo er ég líka pínu heit fyrir að gera svona fylltar konfektdöðlur líka... sjá hér.

Ég er búin að sitja og æfa mig í að búa til öskjurnar. Það er alveg ferlega auðvelt ef maður bara er með réttan pappír og góða reglustiku til að fá öll brotin fín. Brotalýsingin er hér.

3 comments:

ecoloco said...

Begga, ég dáist að þér! Mikið svakalega ertu myndarleg. Og mikið rosalega er þetta girnilegt konfekt.
knús
Lóa

Ragga said...

Þetta er ekkert smá dúlló. Ekta Begguiðja...

Unknown said...

já sæll - ok - þetta er klárlega challange....villi gerir kassa - ég hitt hehe