Thursday, September 04, 2008

GI - tvennskonar hversdagsspagettí


Það var spagettíréttur á fyrsta degi GI-viknanna tveggja... og svo aftur í kvöld á þriðja degi. Bæði jafn ótrúlega gott og verður pottþétt sett í "gera aftur" möppuna mína.
Upprunalega uppskriftin mælir náttúrulega með að notað sé heilhveitipasta og núna eftir að hafa prófað bæði venjulegt og heilhveiti (svona til að gera vísindalegan samanburð) get ég sagt að þetta heilhveitis er sko engu verra ! Alls ekkert pappírsbragð einsog ég var búin að ákveða í huganum. Ingó lýsti því yfir að honum þætti það meira að segja betra svo hananú ! Heilhveitibær héðan eftir ;)



Pasta með rjómaskinkusósu/svindl-Carbonara (sjá mynd)
fyrir 4

Soðið spagettípasta (heilhveiti) sem nægir fyrir 4
1 gulur laukur, saxaður
olíusletta
2 dl hafrarjómi (hollara en venjulegur)
200 g reykt skinka í bitum (notaði sænskan kassler)
50 g parmesanostur, rifinn
2 egg
salt og pipar eftir smekk

Laukurinn hakkaður og léttsteiktur uppúr smá olíu í potti. Rjómanum bætt við og hitinn lækkaður í lægsta. Rífa parmesanostinn og bæta við eggjunum tveimur, hræra örlítið. Öllu blandað saman (best að gera það í pastapottinum eftir að búið er að hella vatninu af og taka af hellunni).

Pasta með zucchini, chevré og bresaola
fyrir 4

Hvernig getur pastaréttur ekki orðið guðdómlegur með þessu innihaldi ?
Soðið heilhveitispagettí fyrir fjóra.

1 zucchini (lítið), skorið í þunnar sneiðar og steikt á pönnu uppúr smá olíu þartil hefur tekið lit. Saltað, piprað og grófsaxað.

150 g chevréostur (geitarostur), mulinn
200 g bresaola (eða annað reykt álegg... hmmm... hvernig ætli fitulítið hangikjöt yrði í svona ?)

Ég lagði þannig uppá disk að ég setti fyrst bara soðið pastað, svo saxaða bresaolað, zucchiníið og ostinn að lokum. Þá getur hver og einn hrært í sínu eigin pasta svo osturinn smyrjist á pastað og verði að nammisósu.
Mestbest !

2 comments:

Anonymous said...

Heilhveitipasta it is! Axel blandar oft hvítu og dökku (heilhveiti) pasta saman. Það er bestast! Reyndir er litla prinsessan okkar ekkert sérlega hrifin af svona heilhveitimat...svo hún týnir heilhveitispagettíið af disknum og hendir á gólfið :-) Borðar bara hvítt!

Lóa

Halldóra said...

Nammi nammi, maður fær nú bara vatn í munninn af að kíkja hingað inn.... Mig langar að prófa svindl-carbonara spagettíið, kjúklingasallatið, beikon sallatið.... og... og....

En gott ráð þarna að henda bara því sem maður ekki vill á gólfið :-S....

Halldóra.