Sunday, August 30, 2009

Gulrótarbuff með apríkósum

Ég er fyrir löngu búin að sannreyna kosti þess að borða grænmetismat... allavega svona einusinni í viku til að breyta til.
Í kvöld gerði ég gulrótarbuff eftir uppskrift sem ég hafði skrifað hjá mér uppúr einhverju blaði... Gestgjafanum ef mig misminnir ekki. Breyti innihaldslýsingunni örlítið til að barnvæna buffin en mér fannst það alls ekki koma að sök. Fann svo extra mikla gleði í því að geta fengið að nota eldhúsgræju sem ég fæ sjaldan tækifæri (eða man eftir) að nota; gufusoðsgrind. Algjör snilld að gufusjóða gulræturnar sem fara í buffin því þá eru þau passlega "þurr" að suðu lokinni og buffin urðu stinn og fín (sjá mynd). Dáldið mikið sem þurfti að saxa fínt og þá misnotaði ég töfrasprotan bara (litlu skálina). Frekar þæginlegt og sparaði mér saxeríið ;)

Gulrótarbuff með apríkósum
gera 8 buff

8-10 gulrætur, skornar í tvennt og soðnar (gjarnan gufu) þartil mjúkar
2 brauðsneiðar, skorpan skorin af og blitzað í matvinnsluvél svo verði að brauðmylsnu
1 ferskt chillí, fræhreinsað og saxað fínt (ég sleppti þessu)
6-8 þurrkaðar apríkósur, saxaðar fínt
4 vorlaukar, saxaðir fínt
2 hvítlauksgeirar, saxaðir fínt
3 msk furuhnetur
1 egg
3 msk söxuð steinselja (sleppti líka)
Gulræturnar maukaðar og kældar örlítið, öllu svo blandað saman og búin til 8 buff. Þeim vellt uppúr hveiti og steikt á pönnu uppúr olíu, 5 mín á hvorri hlið.

Bar fram með jógúrtsósu;
2,5 dl þykk jógúrt, safi úr 1/2 sítrónu, 1 tsk hunang og 2-3 msk söxuð mynta eða kóríander.

og baunasalati;
1 stór dós Cannelinibaunir, 1 lítil dós nýrnabaunir, 1 avókadó (skorið í bita), 1 appelsína (skorin í bita) og smá safi af henni, 1-2 msk olía, 1-2 msk hvítvínsedik, salt og pipar.

og hráhrísgrjónum....
Posted by Picasa

2 comments:

Sara said...

sleeeeeef.. ég pant svona næst þegar ég kem til svíþjóðar!

Halldóra said...

OMG hvað þetta lítur út fyrir að vera hollt....!

:-)