Thursday, May 28, 2009

Nektarínusalat með rækjum

Sumarið er salattími finnst mér. Lágmark einu sinni í viku. Einhvað létt og gott svo maður geti hlaupið útí sólina aftur og notið dagsins.

Ég get verið alveg óhugnalega hugmyndasnauð þegar kemur að því að gera salat en sem betur fer er uppáhalds blaðið mitt LagaLätt oft með góðar hugmyndir. Eins og til dæmis þetta salat sem var svo ferskt og fínt með nektarínum, hvítlauks og chillí steiktum rækjum og fetaosti.
Innihaldslýsing fylgir hér:

- Nektarínur skornar í báta
- blandað salat skolað og sett í skálina ásamt
- rauðlauk
- létt soðnum sykurbaunum (sockerärtor/sugar snap peas)
- slatti af rækjum teknar (affrystar ef þær koma þaðan) og léttsteiktar uppúr smá olíu og hvítlauksrifi. Í lokin er smá sweet-chillí sósu hellt útá pönnuna.
- fetaostur mulinn ofaná öll herlegheitin í skálinni.
Posted by Picasa

Sjálfsþurftarbúskapur

Það er smá organísk óðlun í gangi hjá mér úti á svölum. Keypti poka af organískri mold útí búð og sáði oní stóra málmbalann sem lá ónotaður og sorgmæddur inní geymslu... kom ótrúlega fljótt upp litlir grænir og viðkvæmir þræðir sem svo brögguðust í þetta líka myndarlega ruccolalauf.
Balinn hefur fengið að standa útá svalarborði og notið góðs af rigningunni ... gerist ekki meir lífrænt en svo ;)

Fengum okkur í dag útá uppáhalds rauðbeðusalatið mitt. Óhemju gott alveg og vel ræktunarinnar virði.

Rauðbeðusalatið svona ef ég er ekki búin að birta það nú þegar;

Nokkrar ferskar rauðbeður soðnar þartil mjúkar, skrælaðar og skornar í bita.
1 rauðlaukur skorin í þunnar sneiðar og látið liggja í 2 msk balsamico + 2 msk olíu + salti og pipar. Rauðbeðunum bætt útí, gjarnan þegar þær eru heitar því þá draga þær í sig bragðið af vökvanum.
Sýð quinoa, hráhrísgrjón, couscous eða búlgur með smá grænmetiskrafti í.
Raða svo saman grjónum og ruccola á disk og toppa með rauðbeðu/rauðlauksblöndunni. Oná þetta fer svo fetaostur eða geitarostur og saxaðar valhnetur.
Posted by Picasa

Saturday, May 16, 2009

Rababaramylsubaka (smulpaj)


Ein af uppáhalds uppskriftabókunum mínum heitir "Smulpajer till kaffe och dessert". Hellingur af bæði klassískum og öðruvísi mylsnubökum sem eru hver annari auðveldari og betri. Hef gert held ég 3 eða 4 uppskriftir úr þessari bók sem allar hafa slegið í gegn. Ætla að byrja á að lauma hingað rabbabaramylsnubökunni sem ég gerði í saumó í gær... en lofa svo fleiri bráðum... peru eða mangóböku kannski ?


Rabbabara"smulpaj" med möndlumassa


200 g möndlumassi, rifinn gróft (mér fannst reyndar að það hefði mátt minka þetta niður í 150g)

150 g kalt smjör

1,5 dl sykur (minkaði líka þarna niður í 1,2... hefði alveg mátt vera meiri minnkun)

2,5 dl hveiti


Hitið ofninn upp í 175 gráður. Blanda saman með fingrunum svo verði að grófri mylsu öllu sem talið er upp að ofan. Setja helminginn svo í pæjform og baka í ofninum í 7-8 mínútur. Taka formið útúr ofninum og setja svo fyllinguna í;

fyllingin

4 rabbabarastilkar, miðlungsstórir, skornir í bita

1 cm ferskt engifer, rifið (eða bara rifinn engifer úr dós einsog ég geri, þá notaði ég tæplega teskeið)

1 msk kartöflumjöl

0,5 dl sykur

Allt ofantalið sett saman í skál og hrært svo blandist vel saman.


Fyllingin sett í og restinni af mylsnudeiginu sett ofaná. Bakað í 25-30 mín. Bera fram með vanilluís, vanillusósu, rjóma eða kesella.

Friday, May 15, 2009

Bullukollubrauðréttur

Var með saumó í kvöld og lofaði viðstöddum að setja inn tvær uppskriftir. Ein af þeim var "bullukolluuppskrift" sem þýðir að ég setti dash af hinu og slettu af öðru með lauslega ímynd af einhverri uppskrift að brauðrétt sem ég hafði fundið. Ákvað að best væri nú bara að skrifa það niður strax svona ef ské kynni að ég fengi blackout á morgun þegar ég ætlaði að fara að rifja upp.

So here goes....

Bullukollubrauðréttur
1 stórt fat

3/4 af risafranskbrauði (skorpan líka !) Reytt í tætlur oní formið
2 rauðar papríkur, skornar í bita
1 vorlaukur, sneiddur
2 pakkar af reyktri skinku
2 x 200 g öskjur af hvítlauksrjómaosti (ég notaði ICA´s med vitlök och örter)
1 poki af rifnum osti
svo kemur cirkabátið; 5 dl af rjóma af ýmsri gerð (ég átti smá þeytirjóma og smá hafrarjóma og smá filmjölk/súrmjólk)
Bara þartil manni finnst að þykktin sé orðin hæfileg. Á að vera dálítið vökvakennt því að brauðið sýgur upp mikinn vökva.

Steikir fyrst á pönnu uppúr smá olíu papríkuna og vorlaukinn. Bætir svo útí þetta skinkunni og rjómaostinum þartil hann fer aðeins að bráðna. Svo hella útí vökvanum (rjómanum og því).
Hella þessu öllu svo yfir brauðið í forminu. Hræra aðeins um þartil brauðið er allt vel blautt af rjómaostablöndunni. Drussa yfir osti og krydda með valfríu kryddi (Season All, papríkudufti eða töfrakryddi frá Pottagöldrum ef maður býr svo vel ;))

Hita í 200 gráðu heitum ofni í 30 mín eða þartil osturinn er bráðnaður og aðeins farið að taka lit.

Saturday, May 09, 2009

Haframjölskökur með rabbabara

Smákökur eru dáldið jólajóla en hey !, það eru til sumarsmákökur líka og þessar eru pottþétt í þeim flokki.
Ég fór eftir uppskrift sem ég fann í nýjasta Arla bæklingnum en ég myndi minnka sykurmagnið dáldið næst. Fljótgert og meira að segja barnvænt því Hilmi tókst að hjálpa án þess að nokkuð færi úrskeiðis. Fínn í kúlurúllið.

Haframjölskökur með rabbabara
ca 25-30 stk

150 g smjör, við stofuhita
1 dl sykur (má gjarnan vera minna!)
Hræra þessu tvennu vel saman og bæta svo við;
2 dl haframjöl
2 dl hveiti

1 nettur rabbabarastöngull

Forma litla kúlur úr deiginu og setja á bökunarplötu. Skera rabbabarann í litla bita (1 cm) og þrýsta einum bita oní hverja kúlu. Klessa kúluna í leiðinni örlítið niður. Baka í 200 gráðu heitum ofni í cirka 10 mín.