Í fyrra gróf ég eigin lax sem við höfðum svo í forrétt á gamlárskvöld. Ákvað að gera slíkt hið sama þetta árið og eftir að hafa skoðað ýmsar kryddblöndutillögur ákvað ég að halda mig við þá sömu og í fyrra... enda var það alveg rosalega gott ;)
Í kryddblönduleitinni minni sá ég ferlega fínt myndband á tasteline.com sem sýnir handtökin við að grafa lax. Sjá hér. Margar uppskriftir mæla með því að maður frysti laxinn áður en hann er grafinn en ég nota trixið hennar Bergljótar ömmu minnar og frysti hann eftir grafningu, tek hann svo úr frysti sama dag/kvöld og ég ætla að bera hann fram svo að hann sé hálffrosinn þegar ég sker hann. Þá er miklu auðveldara að skera í næfurþunnar sneiðar og ef hann er ennþá frosin þegar maður sker þá þiðnar hann á nokkrum mínútum þarna í sneiðum á fatinu. Að frysta er algjört lykilatriði til að fá í burtu allar mögulegar salmonellur og skemmtileghet...
Svo já. Aðferðin er þessi;
Tekur heilt laxaflak og skerð í tvo jafn stóra hluta. Blandar saman
4 msk sykur
2 msk salt
2 tsk þurrkuð einiber, barin í morteli
2 tsk þurrkaður rósarpipar, barin í morteli
og berð ofaná báða laxabitana. Svo er 1-2 cl gini dreypt yfir.
Núna set ég plastfilmu ofaní fat sem annar laxbitinn passar ofaní. Einn laxbiti er settur þarna í með hreistrið niðurávið, klippa svo góðri lúkufylli af dilli ofaná og dreifa yfir 1 dl af trönuberjum. Hinn laxabitinn er svo settur ofaná svo myndi einskonar samloku (hreistrið uppávið semsagt).
Öllu pakkað inní plast og farg sett ofaná. Látið standa í kæli í 1-2 daga og svo fryst þartil á að notast.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment