Friday, December 12, 2008

Árangur jólagjafadútls ársins

Gaf mér tíma í dag til að stússast aðeins í konfekt- og kassagerðinni sem ég var búin að tala svo mikið um (sjá áður birta færslu hér).

Árangurinn var stórkostlega, unaðslega fallegur... já og góður líka. Uppskriftin var ekki fyrir 12 döðlur einsog hún Leila hafði gefið til kynna heldur endaði ég með 25 stykki þegar upp var staðið. Ekkert verra enda er þetta alveg einstaklega gott !
Braut saman kassana á korteri og voila.... komin hin fínasta jólagjöf sem verður færð gestgjöfum kvöldsins (við erum sko að fara í jólaboð á eftir).
Posted by Picasa

1 comment:

Fanney Dóra said...

Lítur rosalega vel út hjá þér! Jólagjafirnar mínar eru einmitt í svipuðum dúr, origamibox með heimagerðu konfekti! hehehe...
Matargatskveðjur,
FD