Wednesday, December 03, 2008

GI-hakk og spakk með indverskum blæ

Hvert heimili hefur sína eigin útgáfu af þjóðarréttinum hakk og spagettí. Sumir setja smá rjómaost útí, aðrir sveppi, rifnar gulrætur, tómatpuré... eða hreinlega bara tilbúna dósasósu útá nautahakkið.

GI-frelsaði sjálfa mig um daginn og héðan verður ekki snúið !

Hakk og spagettí með indverskum blæ.
f. 4

1 laukur, saxaður
3 hvítlauksrif, einnig söxuð

1 msk karrí
1 tsk engifer (duft, ekki ferskt)
möluð nellika á hnífsoddi
1 dl tómatpuré
1 dl vatn
400 g nautahakk

Hvítlaukur og laukur steikt uppúr örlítillri olíu. Bæta við hakkinu og öllum kryddunum. Salta og pipra. Vatninu helt útá pönnuna og látið malla í nokkrar mínútur.
Borið fram með heilhveitispagettíi (ofcourse!) og mangósósu sem ég geri úr sýrðum rjóma með smá mangóchutney. Ef maður ætlar að vera alveg agalega flottur á því má setja möndluflögur oná alveg í blálokin ;)

2 comments:

Anonymous said...

veiveivei! get ekki beðið eftir að elda þetta fyrir Gísla! geggjað gott :)

Halldóra said...

Þetta lítur ótrúlega spennó út - en samt einfalt. Á pottþétt eftir að prófa þetta!

Halldóra.