Tuesday, November 18, 2008

Úti á grænni grundu.... fiskur með ruccolapesto (GI)


Ég fékk næstum því heimþrá til Íslands þegar ég sá litasprengjuna sem samanstóð af kríthvítri íslenskri ýsu þakinni heimagerðu ruccolapestói. Fór að kyrja ættjarðarlög og hljóp svo og náði í myndavélina til að festa augnablikið á (digital) filmu.
Eftir veruna í ofninum tapaðist nátturulega aðeins af þessum skærgræna lit en var nú samt alveg óheyrilega fallegt á diskinum með baunasalatinu. Feikna hollt og feykilega gott.

Posted by Picasa


Hvítur fiskur með heimalöguðu ruccolapestó

600 g hvítur fiskur að eigin vali. Ég notaði íslenska ýsu sem ég átti í frystinum... mmm

50 g ruccolasalat
50 g furuhnetur, brúnaðar á heitri, þurru pönnu
1 dl parmesanostur
3 msk olía
Þessu er mixað saman í matvinnsluvél eða með töfrasprota þartil orðið að fallegu skærgrænu mauki.

Fiskurinn er lagður í ofnskúffu/fat, saltaður, pipraður og pestóinu smurt ofaná. Eldaður í 200 gráðu heitum ofni í 15-20 mín.

Bar þetta fram með baunasalati (GI-style) sem samanstóð af (ath! magnið miðast við salat fyrir einn); 1 lítil dós stórar hvítar baunir, hálfu avocadoi, smá niðurskornum rauðlauk og slettu af hvítvínsediki, olíu og salti+pipar.




1 comment:

Anonymous said...

Hæhæ! Ég les bloggið þitt reglulega og finnst skemmtilegt að sjá hvað þú ert að gera. Kunni ekki við annað en að kvitta fyrir komuna :) Takk fyrir skemmtilegt blogg!